Flug : tímarit um flugmál - 01.07.1955, Blaðsíða 15

Flug : tímarit um flugmál - 01.07.1955, Blaðsíða 15
Verndun íslen^krar tun^u Oft heyrist réttilega á það minnzt, hver nauðsyn beri til að vernda íslenzka tungu og bæta málfar manna almennt, einkum er varðar notkun orð- skrípa og útlendra orða. Ef ekki sé spyrnt við fæti í tíma, kunni sú hætta að vofa yfir, að móðurmál- ið og ísienzk menning verði fyrir alvarlegum og urn leið varanlegum áhrifum, sem kunna að verða af- drifarík fyrir þjóðina síðar meir. Sérstök hætta steðji nú að vegna dvalar erlends herliðs í land- inu og aukinna viðskipta okkar við aðrar þjóðir, og þess vegna hafi íslenzkri tungu og menningu afdrei verið meiri þörf á því en nú, að hafizt sé handa til varnar. Við íslendingar höfum hneigð til að seilast til hins lægsta í menningu annarra þjóða og taka upp hjá okkur það, sem nefna mætti sorann í fari þeirra. Blasa við okkur dæmin á mörgum og ólíklegum sviðum. Nægir hér að nefna glæpa- kvikmynda-faraldurinn alkunna, hasarblöðin og glæparitin, sem hér blómstra hvað bezt, (en útgef- endur þeirra forðast eins og heitan eldinn að opin- bera sig almenningi), að ógleymdu hinu væmna dægurlagavæli, sem kyrjað er í tíma og ótíma án afláts. Er allt þetta íslenzku þjóðinni til vansæmdar. Virðist svo sem hér sé á ferðinni ein allsherjar afsiðunarherferð, sem er ætlað það hlutverk að slá á strengi lægstu og ruddalegustu hvata þeirra, sem minnstan hafa viðnámsþróttinn og þroskann og sízt mega sín gagnvart hroðanum. Ein afleið- ingin af ómenningunni er óvandað málfar, sem beinlínis fær hér byr undir báða vængi. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að við, sem að flugmálum vinnum, höfum ekki gætt okkar sem skyldi í meðferð móðurmálsins, einkurn í því er varðar tæknimái flugsins. Má með nokkrum rétti virða okkur þetta til vorkunnar, þar sem flugið má enn heita á bernskuskeiði hér á landi og íslenzk- unni vant margra þeirra orða, sem lieyra tii dag- legu máli í sambandi við flugið. Af illri nauðsyn leiddumst við til að taka upp erlend orð og tækni- heiti, sem færð voru í íslenzkan búning eftir því sem tök voru á, en slíkt er vitaskuld ekki tii eftir- breytni, og er mál að linni. Það er því tími tii kominn, að við lítum í eigin barm og bindumst samtökum um að leggja okkar skerf til þeirrar sjálfsögðu viðleitni að firra íslenzk- una frekari málskemmdum og áhrifum eriendra orðskrípa. Svo vel vili til, að okkur gefst um þessar mund- ir ágætt tækifæri til að koma þessu í framkvæmd. Ungur stúdent, Baldur Jónsson, sem starfar á veg- um Orðabókarnefndar Háskóla íslands, hefur und- anfarið unnið að söfnun nýyrða úr fluginu, eink- um tæknilegum. Með aðstoð góðra manna úr ýms- um greinum flugmálanna hefur iionum orðið vel ágengt í starfi sínu, og er ætlunin, að út verði gefin orðabók varðandi flugið á þessu sumri. Um leið og við fögnum þessari nýyrðasöfnun, ber okkur að hafa hugfast, að því aðeins nær hún tilgangi sínum og árangri, að við veitum henni fullan stuðning okkar. Hún var framkvæmd fyrir okkar hag fyrst og fremst, og þess vegna er það okkar að hagnýta okkur hana og styðja eftir megni. /• „Flughæð" hans er því raunverulega hækkuð um 5000 fet. Kenrur þetta vel heim við það, sem margir flugmenn halda fram, að þeir finni greinilegan mun á að fljúga hátt, eftir því hvort þeir reykja eða ekki. Dr. Mc Farland, prófessor við Havardháskóla, hefur rannsakað þessi mál og komizt að fyrrgreind- um niðurstöðum. Hann bætir við, og beinir orð- um sínum tii flugmanna, að döprun sjónarinnar og rýrnun á hæfni til að fljúga hátt sé raun- verulega á kostnað öryggisins og skapi flug- mönnum aukna hættu við störf sín. Það sé því skynsamlegt fyrir flugmenn að forðast óhóflega neyzlu tóbaks, ekki aðeins til að lengja starfsævi sína, heldur einnig til að tryggja sem bezt líkam- legt heilbrigði við flugið. FLUG 13

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.