Flug : tímarit um flugmál - 01.07.1955, Blaðsíða 20

Flug : tímarit um flugmál - 01.07.1955, Blaðsíða 20
NÝJUNGAR t GYROTÆKNI (Þýtt xtr Shell Aviaíion News) Gýrólögmálið var ekki hagnýtt fyrr en fyrir 40 árum, en gýróið sjálft var fyrst fundið upjj fyrir réttum 100 árum. Hét sá Focault, er gerði upp- götvunina, og notaði hana til útlistunar á snún- ingi jarðar. Árum saman var litið á snælduna, sem hafði óháða hreyfingu um þrjá ása, eins og hvert annað furðuverk eða leikfang ,er ætti heima á rannsóknastofum. Það var fyrst árið 1911, að dr. E. A. Sperry notaði sér lögmálið, er hann fann upp gyroáttavita, sem notaður var í gufuskipið Princess Anne. Síðan hefur gýróið verið fullkomnað og bætt, og er nú svo komið, að það er ómissandi við stjórn skipa, flugvéla, eldflauga o. fl. Sá eiginleiki gýrós, sem gerir það svo mikils vert, er hæfni þess til að mæla stefnu og magn utanaðkomandi afla. Eigin- leiki þessi orsakast að sjálfsögðu af tilhneigingu gýrós til að snúast um ás sinn án breytingar á stefnu s Myncl 1. 8' hans. Sérhvert afl, sem leitast við að breyta stefnu ássins, veldur því, er nefnist „stefnuvik" (precession), eða hreyfingu gýrósins í átt, sem rnyndar rétt horn við snúningsásinn og stefnu aflsins. Gýróið er vélrænt tæki, sem snýst, og er því háð áhrifum núningsmótstöðu og tregðu, og hefur sá annmarki mjög takmarkað notagildi Jiess í hrað- fleygum nútímaflugvélum. Ýmsar leiðir til að leysa vandkvæði þessi hafa verið reyndar árum saman, m. a. voru eitt sinn reyndar loftlegur (sbr. kúlu- legur), og síðar var reynt að láta ásana liggja í vökva til að minnka núningsmótstöðuna o. s. frv. Nú virðist svo, að með því að nýta lögmál tón- kvíslarinnar og „tifara“ húsflugunnar (og annarra tvívængja flugna) sé gýróið að nokkru leyti úrelt. Rannsóknir á hinum gýróskopisku eiginleik- um tónkvíslarinnar hófust hjá Sperry Gyro- scope Co. fyrir 15 árum, en þegar sú rannsókn hófst, vissu vísindamenn ekki, að jafnvægistæki flugunn- ar er nokkurskonar tónkvísl. J. W. Pringle í Cam- bridge hefur rannsakað flugur og komizt að þeirri niðurstöðu, að séu tifararnir fjarlægðir, eða þannig um þá búið, að þeir geti ekki titrað, missi flugan jafnvægið. Útreikningar sýna að efnismagn tifar- anna er ekki einhlítt til að skapa jafnvægi, og hallast menn að þeirri skoðun, að útlimir þessir séu skynjr- unarfæri, sem sendi boð til vængjanna, á svipaðan hátt og gýrótæki ílugvélanna stýra stjórnflötum þeirra. Sperry notar tvíálma tónkvísl í núverandi gerð Vibragýrós (stytting fyrir „Gyrotron Vibra- tory Gyroscope“), mætti kallast sveiflugýró, og hefur þetta nýja lögmál verið hagnýtt af honum með Gyrotron snúingshraðamæli, sem er áhald til að mæla stefnubreytingar, miðað við ákveðna stefnu í geimnum.1) Fræðilegar forsendur þessa mæli- tækis eru skýrðar í ritgerð eftir Barnaby, Chatter- ton og Gerring, er nefnist „General Theory and Operational Characteristics of the Gyrotron Angu- lar Rate Tachometer", og birtist í tímaritinu Aeron- autical Engineering Review í nóvember 1953. í sama tölublaði tímaritsins er ritgerð eftir Josep Lvman, 1) Sbr. gyró áttavita. 18 FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.