Flug : tímarit um flugmál - 01.07.1955, Blaðsíða 26
ÍSLANB FYMIM STAFNI
í hinni ágætu bók sinni „High Failure", sem
Grierson skrifaði um ilugferð sína vestur um haf
árið 1933 í lítilli de Havilland flugvél, segist hon-
um m. a. svo frá um áfangann Færeyjar—ísland:
— Til hafsins var loft ennþá alskýjað, en skýja-
hæðin hækkaði upp í 3000 fet, og veðrið virtist fara
batnandi. Hálftíma síðar var kominn rigningarúði,
sem jókst jafnt og þétt, og skýin fóru lækkandi.
Rigningin stóð þó aðeins yfir í 20 mínútur, en ég
varð samt að fljúga í 500 feta hæð vegna skýjanna.
Aftur tók að rigna og skýin að lækka enn meir,
náði þokuslæðingurinn niður undir sjávarflöt. Var
ekki annað sýnna, en að ég mundi þurfa að fljúga
í þoku innan stundar. Regnið jókst, síðan stytti
upp, þá regn aftur, síðan uppstytta, þannig gekk
það á víxl með tæprar mínútu millibili. Framund-
an virtust skýin nú vera lægra en áður, og þar sem
ég bjóst við að þurfa að lækka flugið niður fyrir
100 fet, dró ég inn drag-loftnetið. Ég ætla að láta
leiðarbókina taka hér við sögu og lýsa nokkrum af
æsilegustu augnablikum ævi minnar, en þar getur
að líta:
11,45: Skyggni slæmt, skýjað, loftnet dregið inn,
ský ekki eins lágt og búizt við.
11,50: Hreyfill tapar gangi á einum strokkanna,
1700 snúningar hámark, flughraði 65 hnút-
ar, regn minna núna.
11,55: Hreyfill gengur aftur eðlilega, flughraði aft-
ur 75 hnútar, 1 strokkur bilaður aftur kl.
11,58, eðlilegur aftur kl. 12,00, snúnings-
hraði minnkaður í 1750.
12,10: Rigning, lélegt skyggni.
12,11: Stefna 299°.
Þegar hreyfillinn byrjaði fyrst að ganga óeðli-
lega, datt mér í hug að lenda á sjónum til að gera
við hann. En ég sá strax, að sjórinn var alltof úf-
inn fyrir jafnvel stóran flugbát að freista lending-
ar, hvað þá litla 85 hestafla sjóflugvél. Ef ég hefði
komið auga á nærstatt skip, hefði ég reynt að nauð-
lenda við hlið þess og synda að því, því að svo aug-
ljóst virtist að hreyfillinn, sem með naumindum
hélt ofhlaðinni vélinni á lofti með þremur skjálfandi
strokkum, væri um það bil að láta sig algerlega. Ég
mun aldrei gleyma taugaæsingi mínum, er ég starði
á hæðarmælinn, þar sem við börðumst áfram, til
að fylgjast með, livort við gætum lialdið hæð, eða
—-----. Til íslands voru ennþá 200 mílur, og svo
erfitt, sem mér mundi reynast að finna Færeyjar
aftur, ákvað ég að snúa ekki við. Hreyfillinn komst
í lag af og til á sama leyndardómsfulla háttinn og
hann byrjaði að ganga óreglulega. Ég vissi aldrei,
hvort það mundi endurtaka sig. í þrjár klukku-
stundir enn sat ég og beið þess að sjá þá sjón, sem
gleður úthafs-flugmanninn öllu fremur — land.
Allan þennan tíma þurfti ég að halda um benzín-
gjöfina og auka við hreyfilinn til þess að viðhalda
nauðsynlegum lágmarkshraða. Eftir þetta gekk
hreyfillinn snurðulaust, en missti smám saman mátt,
þar til tveim tímum síðar að hann virtist hristast
og ná aftur fullri orku. Ég fann ekki til, hve blaut-
ur ég var og líðan mín ill, með allar taugar spennt-
ar af hinum mikla hugaræsingi. Jafnvel eftir að ég
eygði dimm eldfjöll íslands í gegnum regnið, eins
og vinalega útverði, var líkast því sem ég ætlaði
aldrei að ná ströndinni vegna mótvinds, sem þeytti
hvítum öldutoppunum í ofsafengið særok. Þegar
ég náði loksins að ströndinni, breyttist allt. Ég
þakkaði Guði, taugaspenningurinn dvínaði og ég
söng af gleði yfir því að vera á lífi —.
,Mér er sama þó þú hafir ekki lokið við að mála hana,
ég eetla mér að komast einu sinni á loft i flugvél, sem
ekki er orðin urelt,þegar hún kemur út úrverksmiðjunni."
24 - FLUG