Flug : tímarit um flugmál - 01.07.1955, Blaðsíða 22
J Ó N A. S T E F A N S S O N :
COMET-SLYSIN
Það, sem íærzt íiefur af rannsólenum slysanna
oí> orsöh-um þeírra
Nýlega er lokið opinberri rannsókn á Comet-slys-
unum og orsökum þeirra, og mun nú þykja all-
ljóst hverjar orskir slysanna voru. Eins og lesendur
„Flugs“ rekur efalaust minni til, þá fórust tvær
Comet vélar frá enska flugfélaginu B. O. A. C.
snemma á árinu 1954. Fórst önnur þann 10. jan.
skömmu eftir að hún hafði hafið sig til flugs frá
Róm. Hin fórst þann 8. apríl, einnig skömmu
eftir að hún hafði hafið sig til flugs frá Róm —
leið rétt um Vi klst. frá flugtaki beggja vélanna
þar til þær fórust, og var ýmsum getum leitt að
orsökum slysanna. Þótti rnörgum ekki einleikið
hversu líkt var um þau. Gátu menn sér til skemmd-
arverk og ýmislegt annað frekar ólíklegt.
Eftir því sem komizt verður næst, og þykir einna
sennilegast, mun „málmþreyta“ (metal fatigue)
hafa orsakað þessi tvö slys, og skal nú vikið nokkru
nánar að þessu. Strax og seinna slysið varð, voru
allar Comet vélar, sem í farþegaflug voru komn-
ar, teknar úr umferð og nákvæm rannsókn hafin á
orsökum slysanna.
Það voru einkum fjórir aðilar sem stóðu að rann-
sókninni: deHavilland (smiðir Comet vélanna),
B. O. A. C. (flugfél., sem átti vélarnar, er fórust),
R. A. E. (Royal Aircraft Establishment) og A.R.B.
(Air Registration Board, eða Loftferðaeftirlitið
enska).
R. A. E. komst að þeirri niðurstöðu, að orsök
þess að farþegaklefarnir sprungu undan loftþrýst-
ingnum inni í þeim, væri málmþreyta (Comet-vél-
ar eru með loftþéttum farþegaklefum, sem hægt
er að halda sama loftþrýstingi í, þótt hátt sé flogið,
t. d. ef flogið er í 35—40.000 feta hæð, jafngildir
loftþrýstingurinn inni í vélinni um 8000 feta hæð).
Það má segja, að það hafi aðallega verið þrennt,
sem kom fram og rætt var um í opinberu rann-
sókninni; nefnilega: málmþreyta í léttmálmablönd-
um, sprungur og orsakir þeirra nteðan á smíði vél-
anna stóð og að lokum burðarþol og áreynsla hinna
ýmsu hluta vélanna. Það virðist hafa verið komizt
að þeirri niðurstöðu, að málmblöndur þær, sem
notaðar voru til smíða vélanna, væru efnafræðilega
séð í góðu lagi, en áreynsla muni vera aðalástæðan
fyrir því, að skrokkar vélanna gáfu sig. Hefur
komið í Ijós á þeim hlutum annarrar vélarinnar,
sem náðust, að fyrst muni skrokkar vélanna hafa
sprungið út frá gluggunum, en þeir voru ferkant-
aðir. Hafa þeir gefið sig í hornunum og rnuni
sprunga raunverulega hafa byrjað út frá einu hnoði
í horni eins gluggans í vélinni. Er nú talað um, að
sporöskjulaga gluggar muni betri. Einnig kom í
Ijós á vélinni, sem tekin var og sett í sérstakan vatns-
geymi og reynd þar undir þrýstingi, að skrokkur-
inn gaf sig á svipaðan hátt og þær sem fórust.
í ljós kom, að sá háttur, sem stundum er hafður
á, að bora fyrir endann á örsmáum sprungum, sem
myndast í plötum eða þeim hlutum, sem smíðaðir
eru og formaðir úr þeim, s. s. gluggakörmum o. s.
frv., átti á engan hátt þátt í þessum slysum.
Þá er komið að 3. atriðinu, burðarþoli og
áreynslu hinna ýmsu hluta vélanna. í ljós hefur
komið, að á öllum vélum eru vissir hlutar, sem
reynir mest á vegna breytilegs álags, titrings eða
utanaðkomandi skemmda, og eru það þá helzt
plötur þær, sem vélin er smíðuð úr, bæði í vængjum
og skrokk. Sú regla er höfð á við smíði véla og
notkun þeirra að fylgjast sérlega vel með og at-
huga reglulega með nákvæmni þá staði, sem helzt
er talin hætta á að bili, og er þá samstundis gert
við er einhver bilun kemur í Ijós. Sýni sig t. d., að
sprungu hætti til að myndast oft á sama stað, eru
gerðar sérstakar ráðstafanir til þess að styrkja þann
stað til að koma í veg fyrir frekari sprungumyndun.
Verði hlutir fyrir tiltölulega örri áreynslubreyt-
ingu styttist verulega ending þeirra, sérstaklega ef
álagsbreytingarnar eru þveröfugar hver við aðra.
Aðalorsökin fyrir slysunum er álitin sú, að þessar
vélar voru’ tiltölulega stutt í flugi, vegna þess
hversu hraðfleygar þær voru og var þá sífellt verið
að dæla í þær þrýstingi eða taka hann af. Þetta
verkaði þannig, að ýmist var skrokkurinn undir út-
þensluálagi eða, að það var tekið af honum, málm-
20 - FLUG