Flug : tímarit um flugmál - 01.07.1955, Blaðsíða 13
Convaír „Pogo“.
undir eins nægilegum flughraða til þess að væng-
irnir beri hana uppi.
Þessari hugmynd varð aðeins hrundið í fram-
kvæmd vegna geysilegra framfara, sem orðið hafa
á orku — og þyngdarhlutfalli flugvélahreyfla með
tilkomu þrýstihreyfilsins. Og með enn meiri full-
komnun á þessu svið er talið eigi ósennilegt, að
framtíðarhreyflar muni ná svo hagkvæmu orku-
þyngdarhlutfalli, að þeir eigi að geta lyft flugvél-
um 100 sinnum þyngri en þeir vega sjálfir, m. ö. o.
200.000 punda þung flugvél mundi því þurfa að-
eins 2000 punda þungan hreyfil til að lyfta sér til
flugs.
Sú gerð flugvéla, sem líklegust er talin til hag-
nýtingar þessari nýju uppgötvunar í framtíðinni, er
þríhyrningslaga (delta) og á að geta flogið tvisvar
sinnum hraðar en hljóðið. Er áætlað, að smíði slíkr-
ar flugvélar taki 15 ár.
Eins og áður er að vikið, eru flugvélar þær,
sem smíðaðar hafa verið til lóðrétts flugtaks, mjög
misjafnar að gerð og lögun. Fyrir tveimur árum
komu fram á sjónarsviðið í Bandaríkjunum tvær
flugvélar, sem smíðaðar voru fyrir sjóherinn, og
áttu að geta hafið flug lóðrétt. Eru þær að því
leyti frábrugðnar öðrum flugvélum, að þær eru
reistar upp á endann, og eru lendingarhjól þeirra
aftan á stélflötunum. Báðar flugvélarnar, Lockheed
og Convair „Pogo“, eru knúnar af þrýstihreyflum,
og er orka þeirra nýtt með venjulegum loftskrúf-
um, tveimur á hvorri flugvél, sem snúast um sama
ás, en gagnstætt hvor annarri. Loftskrúfurnar toga
flugvélarnar lóðrétt upp í flugtakinu, síðan halla
flugmennirnir þeim smám saman í lárétt flug,
eykst þá flughraðinn, og vængurinn ber flugvélina
uppi. Þegar lenda skal, er flugvélunum beitt upp
á við til að draga úr hraðanum, og síðan eru þær
látnar síga lóðrétt á endann til jarðar.
Bell-flugvélaverksmiðjurnar í Bandaríkjunum
hafa jafnan staðið mjög framarlega í nýjungum á
sviði flugtækninnar. Þær hafa heldur ekki látið
sitt eftir liggja á þessu nýja sviði, enda ekki illa af
stað farið, því að þær senda samtímis frá sér tvær
ólíkar flugvélar, sem geta hafið flug lóðrétt. Önn-
ur þeirra, Bell V.T.O.L. (Vertical take-off and land-
ing), er knúin af tveim litlum 1000 þrýsti-punda
Fairchild þrýstihreyflum, sem komið er fyrir undir
vængnum og halla má um 90 gráður — lóðrétt og
lárétt. í flugtaki eru hreyflarnir í lóðréttri stöðu
og orka þeirra, 2000 pund samtals, verkar upp á við
og lyftir flugvélinni, sent vegur rninna en 2000 pund
í láréttri stöðu frá jörðu. Þegar öruggri hæð er
náð, er hreyflunum smárn saman hallað í lárétta
stöðu til venjulegs flugs, og ber vængurinn flugvél-
ina þá uppi. Þar eð flugvélin er búin venjulegum
stýrum á stéli og væng ,sem þurfa flughraða til að
verka rétt, var vandamálið með jafnvægis-stjórn
hennar í lóðréttu flugtaki leyst með því að koma
Bell V. T. O. L.
FLUG - 11