Heimili og skóli - 01.02.1942, Page 5

Heimili og skóli - 01.02.1942, Page 5
Heimili og skóli TÍMARIT UM UPPELDISMÁL 1. árgangUT. Janúar—Febrúar 1942. 1. heíti. Frá útgefendum Kennarafélag Eyjaijarðar er nú 10 ára gamalt. í því eru flestallir starfandi kennarar í Eyjaíjarðar- sýslu, og á austurströnd Eyjafjarðar, (S.-Þing.), ásamt nokkrum úr Siglu- firði. A þessu 10 ára skeiði hefir ié- lagið unnið, eftir því sem geta þess leyfði, að ýmsu því, er til bóta horfði um fræðslumál héraðsins og kennslu- tækni og menningu kennaranna. Margoft hefir á íundum þess verið rædd nauðsyn á útgáíu blaðs eða tímarits um uppeldismál og sam- vinnu heimila og skóla um þau efni. Þótti jafnan mikils um vert, að áliti félagsins, að kennarar reyndu að stofna til einhverra slíkra fram- kvæmda, og var stjórninni að lokum falið að hefjast handa, ef hún sæi þess nokkurn kost. Að vísu má segja, að eðlilegast hefði verið, að allsherjar félagsskapur kennaranna í landinu hefðist hér handa, enda hefir þetta mál einnig verið rætt þar. En varla er sanngjarnt að ætlast til þess, að stjórn þeirra samtaka, geti haft með höndum fram- kvæmd á öllu því, sem kennarastétt- in, eða hópar hennar, telja æskilegt að framkvæmt sé, og vinna má að hvar sem er á landinu. Það er því síð- ur en svo óviðeigandi, að Kennara- félag Eyjafjarðar, sem mun vera stærsta kennarafélag landsins, utan Rvíkur, reyni nú að sýna lit á því, að inna af höndum lítilsháttar þegn- skyldu í þessum efnum, með því að gera tilraun til þess að koma af stað útgáfu á tímariti um uppeldismál, í samvinnu heimila og skóla, enda væntir það alls þess stuðnings sem kennarar mega veita máli þessu til framdráttar. Það er mála sannast, að oft er þörf en nú er nauðsyn á því, að glæða og dýpka skilning manna á vandamál- um uppeldisins, að efla þjóðræktar- og þegnskaparhugann, og auka og treysta samstarf heimila og skóla til þess að ala upp drengskaparmenn og batnandi. Hættur samtíðar vorrar kalla alla góða Islendinga til starfa á þennan vettvang. Og því er það, að K. E. heíir ásett sér að gera þessa til- raun, og sendir nú þetta litla rit út í þeirri von, að því verði veitt brautar- gengi og að því auðnist að verða vísir að miklu stærra og betra riti, sem ætti fyrir sér að komast inn á hvert heimili í landinu. . . Ritið hefur göngu sína við íátæk- leg iararetni, og það á allan sinn vöxt og viðgang undir því, hvernig þeir taka því, sem það er einkum ætlað, heimilin og skólarnir. En það væntir hins bezta, og leggur því hugrákkt úr hlaði. \ SNORRI SIGFÚSSON, form. í K. E.

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.