Heimili og skóli - 01.02.1942, Síða 6

Heimili og skóli - 01.02.1942, Síða 6
2 HEIMILI OG SKÓLI Jakob Kristinsson fræðslumálastjóri: Gæzlumenn dýrmætasta auðsins Bemskulýður landsins er dýrmæt- asti auður þjóðarinnar. Ef kyrkingur kemst í hann, stendur hamingja landsmanna völtum fæti. Og hversu mjög sem vall- gróður eykst og vötn frjófga lend- ur, sjófang auðg- ar útgerð, at- vinnu - framboð- ið færist í auk- ana, samgöngur greikka sporið og hendur fyllast af fé, verður allt þetta að háði, ef svo illa fer, að æskulýðurinn bíður tjón á sál sinni. Tækni, velmegun og ytri framför er vitrum og góðum mönnum hinn mesti gæfufengur, en ódrengjum og illmennum greiðari leið til glæpa og yfirgangs. Bezta trygging fyrir far- sæld og hamingju þjóðar verður ávalt fólgin í því, að börn hennar læri að temja sér mannvit og afla sér bekkingar, sem hlítir leiðsögn góðs og göfugs hjarta. Bemskulýðurinn, þessi dýrmætasti auður landsmanna, er einkum í um- sjá og varðveizlu tveggja aðila, for- eldra og kennara. Þeim er bæði af forsjóninni og mönnum falið að ávaxta þennan auð. En hann er ekki mótuð mynt. Sál hvers barns er ó- unnin gullnáma — að mestu leyti að minnsta kosti. Og til þess að ná í hinn dýra málm, verður stundum að grafa djúpt og fjarlægja og færa á braut ýmis gildislaus og skaðleg efni. Eftir- sóknarefni gæzlumanna auðsins er að leita og afla hins skíra gulls. En þó er enn meira af þeim heimtað. Þeir þurfa og að vera eins konar gullgerð- armenn. Gullgerðarmenn fyrri alda leituðu með þrautseigju eftir því að fá breytt ódýrum málmum í gull. En góðir gæzlumenn bernskulýðsins kosta aftur á móti kapps um að breyta skaðlegum hneigðum og ugg- vænum eigindum barnsins í gull mannkostanna. Og í raun og sann- leika er þetta starf svo tigið, mikil- vægt og fagurt, að ekkert hlutverk þjóðfélagins er því ágætara, afdrifa- ríkara og ábyrgðarþyngra, því að á því veltur einkum, hvort dýrmæt- ustu mannkostum hallar til falls eða vinnst leið til frekari frama, en með þessu stendur aftur eða fellur gæfa og sæmd alþjóðar. Kennurum og foreldrum er fengið í hendur eitt hið allra mikilvægasta starf, sem til er á þessu landi. En þótt þetta virðist ekki torskilið, vill það þó illu heilli dyljast eða gleymast þorra manna og stundum einnig kennurum og foreldrunum sjálfum. Kennurum er vorkunn, þótt svo kynni að fara. Hátt og í hljóði er tal- að um, að barnaskólar sé gagnslitlir, Jakob Kristinsson.

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.