Heimili og skóli - 01.02.1942, Blaðsíða 8

Heimili og skóli - 01.02.1942, Blaðsíða 8
4 HEIMILI OG SKÓLI þýðingu til raunhæfrar athugunar á ýmsum nýungum og hversu þær skyldi gera sem íslenzkastar. „Það sem á öllu veltur, maður minn, er að láta sér detta eitthvað í hug“, á Eiríkur gamli Briem að hafa sagt einu sinni í reikningstíma við einhvern silakeppinn. Hugkvæmnina fannst honum, að sízt mætti skorta, ef eitthvað ætti að verða ágengt. Vafalaust hafa báðir þessir menn haft á réttu að standa. Það sem einna mikilsverðast mun jafnan verða tal- ið í allri menningarsókn manna og þjóða er tvímælalaust þetta: að mönnunum geti dottið eitthvað í hug, að þeir séu hugkvæmir, sjái leiðir, eygi möguleika og svo aftur hitt, að þeir haldi fullum sönsum, það er að segja, beiti dómgreind sinni og athygli, séu skynsamir og raunhæfir. í raun og veru hlýtur all- ur velfarnaður manna og þjóða að byggjast á þessu tvennu, ekki aðeins um allt það er við kemur hinum efn- islega heimi, heldur og ekki síður um allt er snertir hinn andlega og sið- lega mann og mannheim. Þegar við reynum að gera okkur grein fyrir menningarlegri sókn okk- ar og geysi miklu framförum síðustu áratugina, munum við komast að raun um þá skiljanlegu hluti, að það eitt hefir orðið okkur til hagsbóta og blessunar, sem hægt var að samræma staðháttum landsins og menningu þjóðarinnar. Hið aðfengna varð að geta samræmst skilyrðum þeim sem landið bauð til þess að geta orðið þjóðinni menningarlegur ávinningur. Þetta er höfuðatriði. Og á þessu höf- uðatriði megum við aldrei missa sjónar. Ef við rennum huganum til þess uppeldis er þjóð vor hefir veitt böm- um sínum á öllum öldum, þá gefur þar að líta, svo sem eðlilegt er, marga bláþræði, mikið af villu og margs konar fáfræði og vesaldóm. Og hvern skyldi undra það eins og æfi hennar hefir lengst af verið. Hitt er mikils- verðara og dásamlegra, að í húm- dökkva og helsi allra alda, hefir þjóð- in jafnan varðveitt mikilvæg og ómissandi uppeldileg verðmæti, sem aldrei mega fyrnast eða týnast. Og þessi dýrmætu verðmæti, þessir vígðu þættir er kynslóðirnar tengdu frá kyni til kyns, voru þáttur iðju- seminnar og trúmennskunnar, þátt- ur tungunnar og sögunnar, þáttur lags og Ijóða og ekki sízt þáttur guðs- traustsins og bænrækninnar. Þessir höfuðþættir í þjóðarupp- eldinu á öllum öldum urðu sú líf- taug, sem margan hefir undrað að ekki skyldi bresta í hinum ægilegu hörmungum, er yfir þjóðina dundu öldum saman. Og þeir eru enn í dag það bezta í fari hennar, margvígðir og þaulvígðir, í hamingju og hörmum forfeðra okkar og formæðra í þúsund ár. Og þeir verða um fram allt að halda áfram að vera hinir vígðu þættir í þjóðaruppeldinu, svo fram- arlega sem þjóðin vill vera sjálfri sér trú, ef henni er alvara með ásetninginn, að halda velli. Þetta er lærdómur reynslunnar og hann er sannarlega ekki lítils virði Hitt er þá eftir að athuga lítilsháttar hvað hin uppeldilegu vísindi nútím-

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.