Heimili og skóli - 01.02.1942, Qupperneq 11

Heimili og skóli - 01.02.1942, Qupperneq 11
HEIMILI OG SKÓLI 7 rœðilega mikils virði. er snertir til- finningalíf þess við og við. Þess vegna er rétt að rækta trúartilfinninguna með börnum, þegar á unga aldri, til- finninguna fyrir helgi ættarreitsins, lífi og fórnfúsu starfi forfeðra og for- mæðra, tign og unaði tungunnar, fag- urra ljóða, hrífandi náttúrufegurðar o. s. frv. Og það er auðskilið, að sá maður, sem ekkert á heilagt til í sál sinni, ekki ber helga ást í brjósti til neins, en er svona jafnsama um allt og alla, hann mun aldrei fórna miklu til eins eða neins, hann verður hinn kaldi og kærulausi maður, sem fáa hluti tekur hátíðlega og alvarlega. Enn er eins mikilvægs atriðis að geta, er sálfræðivísindin staðhæfa, en það er um þýðingu þess er við nefn- um stundum hina ytri siði, og þá heldur í óvirðulegum tón. Það er raunar löngu vitað og við- urkennt lögmál, að tvö fyrirbrigði. sem vön eru að fylgjat að, hafi til- hneigingu til að vekja hvort annað. Þetta alkunna lögmál hafa sálfræð- ingar tekið til athugunar með tilliti til uppeldisins og þeirrar þýðingu, er það gæti haft þar, og nú staðhæfa sumir þeirra, að hinir ytri siðir og lát- bragð geti og hafi hin víðtækustu áhrif á tilfinnina- og viljalíf manna. Þannig telja þeir að ytri guðræknis- siðir glæði trúartilfinningu í brjóst- um manna, ef þeir siðir fara fram með virðuleik og hátíðablæ Að vísu getum við ekki vakið aðr- ar tilfinningar en þær, sem með okk- ur búa, en eftirtektarvert er, að við þannig glæðum þær og eflum, á sama hátt og við smá deyfum þær og afmáum með sinnuleysi og aðgerða- leysi, bæði um innri þjónustu og ytri siði. Og er þetta ekki stórt og alvar- legt íhugunarefni fyrir okkur öll, sem höfum kastað frá okkur heimilisguð- rækninni, húslestrum og sálmasöng, sækjum illa kirkjur, og höfum sterka tilhneigingu til að hætta að kenna börnum að signa sig og læra Faðir- vorið. Þannig mætti margt og mikið fleira segja til að sanna það, sem ég hefi nú með örfáum orðum,og að vísu mjög ófullkomnum, verið að benda á, að hin beztu verðmæti, er við eigum í ýmsum uppeldilegum efnum liðins tíma, eru í fullu samræmi við upp- eldilegar niðurstöður nútíma vísinda, og að boðskapur þeirra vísinda nú, til uppalandans, er móta vill heilhuga skapgerð og göfuga sál, er í höfuðat- riðum í fullkomnu samræmi við brjóstvit og fóstur hinna beztu mæðra og feðra á öllum tímum. Þeim hefir jafnan dottið sitt hvað gott og skynsamlegt í hug. Þeim hef- ir oft í helgu köllunarstarfi í þjón- ustu lífsins verið blásið í brjóst hin- um háleitustu uppeldilegum sannind- um, og þeir hafa haldið sönsum í fjúki og fárviðrum tímanna, haldið helgum venjum og aðferðum, sem reynslan hafði vígt í eldraunum lífs og tíða. Skyldum við þá, tuttugustu aldar mennirnir, reynast þeir glópar, að kasta sumu af hinu bezta úr reynslu formæðranna fyrir borð. (Framhald.)

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.