Heimili og skóli - 01.02.1942, Page 17

Heimili og skóli - 01.02.1942, Page 17
HEIMILI OG SKÓLI 13 Jóharm Þorkelssort, héraðslækrtir: Skólalækningar Nú síðasta mannsaldurinn hafa skólastjórar og þeir menn, sem fara með æðstu stjórn fræðslu- og heil- brigðismála, séð betur og betur hve nauðsynlegt og gagnlegt það er, að haft sé sem allra bezt eftirlit með heilsufari skólanemenda þann tíma, sem skólavist stendur yfir, og verður þörfin í þessum efnum því meiri, sem skólarnir eru fjölmennari og skóla- tíminn lengri. Tvær höfuðástæður gera þetta lækniseftirlit svo nauðsynlegt og sjálfsagt. I. Heilsufar þeirra barna og unglinga, sem eru heilsuveil eða hald- in einhverjum kvillum. II. Hætta sú, sem fjölmennum skóla ávalt er búin af útbreiðslu næmra sjúkdóma og óþrifakvilla. Heilsufar barnanna sjálfra og ungl- inganna á skólaárunum ætla ég ekki að fara mikið út í hér, en aðeins geta þess, að ýmsir kvillar eru algengir á þessu skeiði æfinnar, t. d. sjóngallar, eitlaþroti, hryggskekkja og slappleiki hryggvöðva, tannskemmdir, ofvöxtur kokeitla, berklaveiki o. fl. Það gefur að skilja að nauðsyn ber oft til að börnum, sem eru að einhverju leyti heilsuveil sé hlíft að einhverju eða öllu leyti við skólagöngu, stundum geta kvillar þessara nemanda verið þess eðlis, að sé þeim (þ. e. nemend- unum) ekki hlíft við erfiðri og langri skólasetu, geta þeir orðið fyrir heilsu- tjóni, er þeir vart bíða bætur síðar í lífinu og það er einmitt eitt af hinum mikilsverðustu störfum skólalæknis- ins, að fyrirbyggja að slíkt komi fyrir. Eg skal nú ekki fara neitt rækilega út í þennan lið skólalækninganna, en aftur á móti taka hitt til nánari at- hugunar, hvemig draga má úr út- breiðslu næmra sjúkdóma og óþrifa- kvilla með lækniseftirliti í skólunum. Sá sjúkdómurinn, sem ég ætla þá fyrst að minnast á, er berklaveikin. Sú leið, sem farin er til varnar út- breiðslu þessa alvarlega sjúkdóms meðal skólafólks, er að gera svo- nefnda berklaprufu (tuberculin reak- tion) á öllum börnum eða unglingum skólans. Þau börn, sem reynast berkla-jákvæð (tuberculin positiv) eru svo rannsökuð með röntgen- geislum, annað hvort gegnlýst eða röntgenmynduð, og sýni það sig við slíka rannsókn, að eitthvert barn sé haldið virkri berklaveiki, er það tekið úr skólanum, bæði vegna þess að barn, sem haldið er virkri berklaveiki, þolir ekki þá áreynslu, sem skólagöngunni er samfara, og svo til öryggis því að það ekki geti smitað aðra nemendur skólans, því að þótt algengast sé, að slíkir nemendur hafi lokaða berkla (þ. e. ekki smitandi) þá getur alltaf viljað til að þannig

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.