Heimili og skóli - 01.02.1942, Blaðsíða 18
14
HEIMILI OG SKÓLI
lokaðir berklar opnist og barnið þá
smitað fleiri eða færri af skólasyst-
kinum sínum, enda eru dæmi þess að
þetta hafi skeð í skólum hér á landi.
í öllum barnaskólum landsins er
lögboðin læknisskoðun, að minnsta
kosti 1 sinni á ári, og í þeim skólum,
sem slík læknisskoðun er ekki lög-
boðin, eiga nemendur að koma með
heilbrigðisvottorð er þeir koma í skól-
ann, en hvorugt þetta er nægileg
trygging fyrir því, að ekki geti verið
mikil hætta á berklasmitun í skólan-
um, því að bæði getur nemandinn
hæglega verið haldinn berklaveiki
þótt ekki sé neitt að finna að honum
við skólaskoðun, ef ekki er gerð rönt-
genskoðun, og svo getur hann líka
sýkst af berklum eftir að skólaskoðun
hefir farið fram og verið orðinn
berkla-smitberi eftir 2—3 mánuði,
og má af þessu ráða, að eigi að vera
fullkomið öryggi um, að berklasmit-
un sé bannfærð innan vébanda skól-
anna, verður að vera hvortveggja,
greiður aðgangur að röntgenrann-
sóknum, og svo stöðugt eftirlit í skól-
unum með þeim, sem eru eitthvað
grunsamir um berklaveiki, eða sem
eru frá berklaveiku eða grunsömu
umhverfi. Mjög mikilsvert í þessu
sambandi er að halda góða spjaldskrá
yfir nemendur og rannsaka sérstak-
lega nákvæmlega þá, sem verið hafa
berkla-neikvæðir, en svo allt í einu,
við einhverja rannsóknina, eru orðn-
ir jákvæðir (ný positivir). Sé leitað
vel í nánasta umhverfi slíkra nem-
enda finnst oftast einhver smitberi.
Tekst oft á þenna hátt að handsama
berklasmitberan, sem enginn hefir
vitað um áður.
Sérstök ástæða er til að gefa nán-
ar gætur að hinum ný berkla-já-
kvæðu nemendum, því að tiltölulega
mikil hætta er á virkri berklaveiki
við slíkar nýsmitanir og þá nauðsyn-
legt að taka slíka nemendur til með-
ferðar þegar í upphafi sjúkdómsins.
I barnaskóla Akureyrar, sem nú
telur um 700 börn, hefir, þau 4 ár,
sem ég þekki til, á hverju ári orðið
að meina einhverjum börnum skóla-
setu vegna berklaveiki, sem fundist
hefir hjá þeim við rannsókn skóla-
læknis, og hefir ávalt tekizt að finna
sjúkdóminn hjá þessum börnum, áð-
ur en hann væri kominn á það stig,
að öðrum nemendum gæti stafað
hætta af (þ. e. smitast).
Um aðra næma sjúkdóma er það
að segja, að mjög mismunandi geng-
ur að verja nemendur fyrir útbreiðslu
þeirra innan vébanda skólans, og fer
það allt eftir því hvaða sjúkdóm um
er að ræða. Það er t. d. fremur auð-
velt að hefta algerlega útbreiðslu
skarlatsóttar, en svo gott sem ómögu-
legt að verjast inflúenzu eða kikhósta
þegar þeir sjúkdómar á annað borð
eru farnir að gera vart við sig.
Hvað viðvíkur smitun af kossageit,
kláða og lús í skólanum, má segja, að
ekki sé hægt að fullyrða að slík smit-
un geti ekki átt sér stað í einstökum
undantekningar-tilfellum, en óhætt
er að fullyrða, að í barnaskóla Akur-
eyrar eru slíkar smitanir afar sjald-
gæfar, enda gerir skólinn allt, sem
hægt er að gera, til að fyrirbyggja að
slíkt geti komið fyrir.