Heimili og skóli - 01.06.1942, Blaðsíða 26

Heimili og skóli - 01.06.1942, Blaðsíða 26
40 HEIMILI OG SKÓLI þá að veita þeim sérstaka nákvæmni og hjálp. Heppilegt þykir að láta börnin læra að skrifa stafi og orð jafnóðum og þau læra að þekkja þá. Eru þá fyrst í stað notaðir stórir prentstafir og síðan smáir, þegar höndin fer að æfast. Leturgerðin þarf að vera stór og greinileg. Með þessu móti festast stafir og orð betur í minni, enda fleiri skynfæri sem að því vinna, en það er trygging fyrir því að betur lærist. Bezt er að byrja á þeim stöfunum, sem auðveldast er að skrifa og er gott að hafa þar til hliðsjónar bókina „Gagn og gaman“, þó að hún sé mið- uð við hljóðaaðferðina. Ekki er rétt að taka fyrir marga stafi í einu, því að það verður að athuga vel, að þetta er allt nýtt fyrir börnunum og fjarri skynheimi þeirra í byrjun. Hvert nýtt hljóð, hver stafur verður að lær- ast og æfast vel, áður en nýr stafur er tekinn til meðferðar. Annars verð- ur allt hálflært og miklu erfiðara en þarf að vera. Barnið glatar trúnni á getu sína, og kennarinn missir þolin- mæðina. Báðir aðilar bíða tjón við það. Þess vegna er áríðandi, að trygging sé fengin fyrir því, að það, sem búið er að fara yfir, sé vel lært áður en lengra er farið. Auðveldara og skemmtilegra er fyrir börnin að læra ekki alla stafina fyrst, áður en þau fara að kveða að og lesa, heldur mynda strax og hægt er orð og setn- ingar með hinum þekktu stöfum og margæfa það, þar til þau geta lesið það hjálparlaust. Rétt er að láta börnin ekki stafa smæstu orð með tveim til þrem stöfum, heldur lesa þau, án þess að tilgreina hvern staf. Börnin læra fljótt heildarsvip hinna smáu orða og geta því tiltölulega snemma lesið þau og flýtir það all- mikið fyrir. Þá er rangt að sundur- greina tvíhljóðana au og ei (ey) og láta börnin nefna hvorn staf fyrir sig. Þessir stafir, tvíhljóðarnir, eiga ævin- lega að vera með sínu eðlilega hljóði og gerir það lesturinn mun auðveld- ari. Sjálfsagt er að láta börnin læra litlu stafina jafnhliða þeim stóru, þó að þau prenti þá ekki í byrjun. Er gott að aðgreina stóra og litla stafi með því að nefna þá stóra og litla bróður. Það liggur nær börnunum. Gott er að láta börnin kveða að orðum mælts máls og finna atkvæða- fjölda þeirra. Varast verður þó að hafa orðin löng, mest þrjú atkvæðL Þegar þau eru orðin leikin í þessu er hægt að nota það við lestrarkennsl- una. Einnig er gott, að börnin stafi í orð, sem til er tekið. Þetta getur hver sem er, þó að hann sé eitthvað að starfa, ef það vekur ekki hávaða. En þetta flýtir fyrir lestri barnsins, gerir því auðveldara að kveða að og styrk- ir leikni þess í stafsetningu, svo að það skrifar réttara, þegar að því kem- ur að skrifa sjálfstætt. Perlan skapast í djúpi hafsins, en þrekið í straumi lífsins. — Sá, sem eigi lærir á æskualdri að herða viljann, að sigrast á sjálfum sér; sá, sem á æskuárunum fær aldrei að mæta neinu hörðu, verður lindýr alla sina æfi. — Kristófer Brwm.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.