Heimili og skóli - 01.06.1942, Blaðsíða 21
HEIMILI OG SKÓLI
35
Hannes J. Magnússon:
»Kross er undir og ofan á«
Mér hefir alltaf þótt hún falleg
þjóðsagan um álfkonurnar tvær, sem
komu að ungbami í vöggu til að taka
það í skiptum fyrir annað álfabarn,
en urðu frá að hverfa með þessum
orðum:
„Ekki má því mein er á,
kross er undir og ofan á,
en tvævetlingur situr hjá og segir
frá“.
Móðirin hafði orðið að hverfa frá
hvítvoðungnum, og skilja hann eftir
hjá tvævetra barni, en áður en hún
fór markaði hún kross bæði undir
barninu og ofan á því.
Þessi fallega þjóðsaga leiðir hug-
ann að þúsundum mæðra, sem setið
hafa við vöggu kynslóðanna og
markað hinn blessandi og vernandi
þess að sjá mig aftur á þínu reki lifa,
vona, leita, elska og villast".
Ungu vinir! En þótt þér villist ein-
hvern tíma á æfinni, þá ræð ég yður
til þess að fara ekki að eins og maður,
sem villist, gengur sig þreyttan,
leggst fyrir uppgefinn og tæmdur
þrótti, sofnar og deyr. Heldur skulu
þér fara að eins og maður, sem villist,
og þegar hann veit um villu sína, þá
sezt hann að áður en þrótt hans
þrýtur og bíður þar til birtir og hann
áttar sig og kemst aftur á rétta
leið. . . .
kross yfir framtíð þeirra. Signingarn-
ar gömlu, kvölds og morgna, sem
mörg börn þekkja nú ekki lengur,
voru þjóðlegur menningararfur frá
þessum mæðrum, sem við höfum
notið fram á síðustu tíma. Það fólst í
þeim eitthvert öryggi, er gjörði
mönnum léttara að ganga til hlut-
verka sinna út í daginn. Þær voru
hin síðasta athöfn dagsins, sem gaf
innri frið og ró.
Þessi saga leiðir hugann að því
hyldýpi ástar og umhyggju íslenzkra
mæðra, sem allir hinir verðmætustu
uppeldislegu fjársjóðir eru dregnir úr,
og hamingjan hjálpi íslenzkri þjóð og
íslenzkri menningu, ef að því skyldi
koma, að konurnar teldu sig eiga eitt-
hvert æðra hlutverk en að ala upp
syni og dætur þjóðar sinnar.
I djúpri kyrrð hins íslenzka sveita-
lífs sjáum vér þúsundir mæðra, ríkar
og fátækar, sitja við vöggu barna
sinna og koma þeim í værð. Þetta var
þeim heilög skylda, og er enn.
Það liggur við að okkur, þegnum
hins hávaðasama, friðlausa nútíma,
finnist þetta helgar stundir og heilög
jörð, sem þarna ber fyrir. En í þessari
djúpu kyrrð greri þróttmikill gróður,
þótt hið ytra ríkti íslenzkur fimbul-
vetur. I þessari kyrrð, í þessum litlu,
friðsælu ríkjum réðust örlögin.
Loks nemur hugurinn staðar við
okkur nútímalíf, og í þetta sinn að-