Heimili og skóli - 01.06.1942, Blaðsíða 11

Heimili og skóli - 01.06.1942, Blaðsíða 11
HEIMILI OG SKÓLI 25 og fremst skuggahliðar lífsins. En boðskapur sá, er hún flytur sonum sínum við blaktandi skin litla kerta- ljóssins, sýnir hvílíkur brunnur sál- arfriðar og hamingju trúin á guð er. Jafnvel fátæktin gleymist, einangr- un, vinnulúinn. Þeir, sem trúa á handleiðslu guðs eiga sér auð í hjarta, sem öllu er æðra. Það er sem vor skíni þeim úr augum, sól úr svip, hlýja úr fasi. Hvert heimili á sín sérstöku vanda- mál, sína sögu, sína þróun. Öll eru þau mynduð fyrst og fremst af tveim einstaklingum, heimilisföður og hús- freyju. Þau rísa mörg af vanefnum, en sé heppnin með, vex þeim mörg- um fiskur um hrygg; munum innan- stokks fjölgar, þægindi aukast. Önn- ur eru, þegar í upphafi, sett saman af mikilli rausn, stílföst og fyrirmann- leg, strax í upphafi fullsköpuð. Margt gæti bent til þess, að ein- mitt þar væri hamingjan þegar meiri, samlífið tryggara- En reynslan sýnir, að svo þarf ekki að vera. Hamingja heimilisins verður aldrei tryggð með allsnægtum einum. Vér sjáum þess glögg dæmi nútímamenn, að upp- lausn og tortíming vofir ekki síður, oft og einatt, yfir ríku heimilunum en þeim fátækari, og börn þeirra reynast ekki þróttmeiri í lífsbaráttunni, né óhrösulli á vegi siðgæðis, nema síð- ur sé. Maðurinn lifir ekki á einu saman brauði. Hjarta hans þarf að vermast glóð þeirrar guðstrúar, sem gefur lífi hans gildi og æðra mark, gæðir hann samúð til annarra og gefur huga hans það jafnvægi og þann frið, sem alla þyrstir eftir. Án sannrar lífstrúar er hvert heimili byggt á sandi, hamingja þess er fallvölt, forystan, til uppeldis vaxandi æsku, lítils virði. Hvernig á móðir eða faðir, sem sjálf eru trúlaus, að glæða með barni sínu neista háleitrar guðstrúar? Hvernig eiga þeir foreldrar, sem ekkert hirða um kristni né kirkju, að geta brýnt það fyrir barni sínu, að fylgja fordæmi mannkynsfræðarans í hvívetna? Þeir eru margir þeir nútíma for- eldrar hér á landi, sem gleyma því, að ein æðsta skylda þeirra er, að glæða og efla heilbrigða og sanna lífsskoðun með bami sínu, vera því sjálf fyrir- mynd í hollum háttum, í sjálfsaga og fórnarlund. Hin æðsta uppeldis- skylda hvílir þó fyrst og fremst á þeirra herðum. Og hvað munu skól- ar og kirkja — þessar tvær megin uppeldisstöðvar utan heimila — geta svo áorkað á hugi þeirrar æsku, sem kom frá heimilum rótslitnum og sundurflakandi í siðgæði og trú. Hvernig á skóli að geta skapað hollar venjur í lífi þess barns, sem á við að búa upplausn og rótleysi á öllum sviðum í móður og föður ranni. Og hvernig má kirkjan vígja þá æsku til voryrkjustarfa í heimi hér, sem sér ekkert annað en vetur dauðrar trúar og lítillar vonar í augum sjálfra for- eldra sinna? Hver siðabót þarf fyrst og fremst að hefjast í heimilunum. Af föður sínum lærir barnið bezt sjálfsaga og þrótt í starfi. Enginn glæðir betur með því neista guðstrúar en móðirin,

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.