Heimili og skóli - 01.10.1942, Side 4
66
HEIMILI OG SKÓLI
Hin forna þjóðmenning vor, sem
hefir gert landið frægt meðal erlendra
menningarríkja, var heimilismenning.
H vert heimili var lítið ríki út af fyrir
sig, sem reyndi að vera í flestu sjálfu
sér nóg. Og það hefir ekki aðeins verið
hókleg menning, sem hefir blómgazt
í hinum dreifðu bændabýlum, heldur
einnig verkleg.
Þegar kvartað er um það, að hin ís-
lenzka þjóð hafi ekki staðizt vel þá
raun að búa með erlendu herliði í
sínu eigin landi, þá er orsökin fyrst og
fremst hnignun hinna gömlu, þjóð-
legu heimila. Meiri losarabragur er á
þjóðlífinu, og sú skapfesta, og það
siðferðisþrek, sem einkenndi uppeldi
hinna gömlu heimila, hefir sljóvgazt.
Þessvegna hefir sjaldan hvílt eins mik-
il ábyrgð og nú á heimilunum um
uppeldi æskulýðsins.
Uppeldisfræðingar telja, að skap-
gerð barnsins mótist lang mest fyrstu
tvö til þrjú árin. Og um sex ára aldur
sé mótun skapgerðarinnar að mestu
lokið. Af þessu leiðir, að skólarnir,
sem fá börnin til áhrifa og fræðslu
nokkrar klukkustundir á dag, nokk-
urn hluta ársins, verða þess tæplega
megnugir að hafa djúptæk áhrif á þau.
Hvert barn hlýtur því að bera ein-
kenni heimilis síns og umhverfis, ef
það er rét.t, að skapgerð þess hafi að
mestu mótazt áður en það kom í skól-
ann. Örlög þess eru þá þegar að miklu
leyti ráðin. Þessvegna gengur oft svo
erfiðlega að bæta fyrir mistök, sem
hafa orðið á uppeldinu fyrstu ár æv-
innar.
Þegar þetta er haft í huga, þá er það
merkilegt, hve lítið hefir verið gert til
að leiðbeina foreldrum við uppeldis-
starfið. Það er þó augljóst, að því meiri
þekkingu, sern foreldrarnir hafa á
þessu ábyrgðarmikla starfi sínu, því
meiri líkur eru tii að það takist giftu-
samlega. — Hér skal leitast við, að
drepa á þrjú atriði til thugunar, varð-
andi heimi'i og heimilislíf.
Heimilishættir. — Það er fljótséð,
þegar kornið er á ókunnugt Iieimili,
hvernig heimilishættirnir eru. Sérstak-
lega bera börnin þess ljós merki. Þar,
sem hollar heimilisvenjur ríkja, er eins
og allt gangi af sjálfu sér. Það er mik-
ilsvirði, áð fótaferð, háttatími og tnál-
tíðir sé reglubundið. Það hefir góð á-
hrif á börnin og venur þau á reglu-
semi. Það ætti hver móðir að muna,
að hollar heimilisvenjur skapa ekki
aðeins frið og reglu á heimilinu, held-
ur er hún um leið að gefa börnum
sínum gott veganesti út í lífið.
Vér kennarar, sem fáum börn í
skóla frá mismunandi heimilum, get-
um oftast sagt, hvernig heimilið er,
eftir að hafa kynnst barninu ofurlítið.
Barn, sem er óhlýðið og skeytingar-
laust með það, sem því er falið að gera,
ber vott um slæma heimilishætti. Ó-
stundvísi vill líka oft loða við það.
Og aldrei verða foreldrar nóesamlega
varaðir við þeirri hættu, að ala börn
upp í hóflausu eftirlæti, svo að þau
hafi í raun og veru alla stjórn á heim-
ilinu. —
En með hitt barnið, sem er kurteist
í viðmóti, samvizkusamt, hlýðið og
vandvirkt, bregzt það sjaldan, að það
er frá góðu heimili.
Kennarar taka oft eftir því, að sömu
börnin koma oftast syfjuð í skólann
að morgni og eru slöpp og eftirtektar-
laus. Enginn vafi er á því, að þessi