Heimili og skóli - 01.10.1942, Side 5

Heimili og skóli - 01.10.1942, Side 5
HEIMILI OG SKÖLI 07 börn eru frá heimilum, sem hirða ekki um það, að láta þau hátta nógu snemma á kvöldin. Við þetta líða börnin oft nreira en menn gera sér grein fyrir. Það hefir ill álrrif á tauga- kerfið og alla líðan þeirra. Híbýlaprýði. — Fyrstu árin hefir umhverfið mikil áhrif á börn. Það er því mikils virði, að heimilin séu vist- leg; börnunum þykir þá vænna um þau og verða þeim nánar tengd. Og gleðiefni má það teljast, að á síðari árum hefir vaknað talsverður áhugi fyrir aukinni híbýlaprýði — að gera heimilin aðlaðandi og smekkleg. Og margt ungt fólk, sem nú er að stoína heimili, hefir opin augu fyrir þessu. Nú líta sumir svo á, að þegar taiað er um híbýlaprýði, sé þar einurtgis átt við dýr og vegleg húsgögn, sem að- eins efnaða fólkið geti veitt sér. Fn þetta er nresti misskilningur. Heimili geta verið vistleg, hreinleg og aðlað- andi, þótt fá og ódýr húsgögn séu þar. Það fer ekki eftir efnahag. Fjöldi fá- tækra heimila eru fyrirmyndarheimi!i hvað þetta snertir. En því miður virð- ist sumt fólk alveg sljótt fyrir því, hvernig umhorfs er í kringum það. Það ber vott um lágt andlegt menn- ingarstig, en á ekkert skylt við auð- æfi eða fátækt. Þroskuð sál unir ekki vel hag sínum nerna i fögru umhverfi. Ef umhverfið er í ósamræmi við hana, breytir hún því til hins betra. En það er ekki nóg, að snoturt sé umhorfs innan húss, ef allt er fullt af rusli og ósamræmi úti fyrir. Sem betur fer fjölgar blómagörðum og trjálunct- um kringum íbúðarhús, víða hér á landi. Það er mikilvægt atriði, það setur fagran svip á hvert heimili og er líklegt til hollra uppeldisálirifa. Börn, sem venjast á að hlúa að gróðri blcima og trjáa, rækta jafnframt and- legan gróður í sinni eigin sál. Andrúmsloft. — Á sunrum heimi!- um ríkir alltaf sá andi, að þar er got: að vera. Hlýleiki og skilningur ein- kennir þar alla sambúð manna á milli. Fólkið er hjálpsanrt og fórnfúst hvert við annað. í slíku andrúmsíofti er hollt fyrir börn að lifa og hrærast. En annarstaðar er þessu gagnstætt farið. Þar er eins og andi sundurlyndis og úlfúðar sé fastur förunautur. Öll áhrif slíkra heimila á börn og óþrosk- aða æsku eru óheppileg, þar sem þau æsa hinar grófari kenndir, en hlúa ekkert að þeinr viðkvæmari og göf- ugri. Oftast eru það foreldrarnir, sem mestu ráða um andrúmsloft heimilis- ins. Margir feður eru þó langan tíma dagsins burtu við störf sín, og verður það því meira hlutskipti móðurinnar, að setja svip á það. Það er hún, sem veitir börnunum fyrstu kennsluna í að lifa í þessum heimi. Það er hún, sem syngur við þau fyrstu vögguljóð- in, og skapar það andrúmsloft í kring um þau, sem mótar sálarlíf þeirra til gciðs eða ills. Það er oftast hún, sem kennir þeim fyrstu bænarorðin og lyftir hug þeirra til æðri heima. — F.n ég hygg, að fæstar mæður geri sér fyiií- lega ljóst, hve örlagaríkt starf þeirra er við uppeldi barnanna og stiorrr heimilisins. Af þessu er það augljóst, að mennt- un mæðranna, og undirbúningur und- ir lífsstarf þeirra, er mjög mikilvægt atriði. Fjölgun húsmæðraskóla hér á landi, er eitt af nauðsynjamálum

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.