Heimili og skóli - 01.10.1942, Qupperneq 6

Heimili og skóli - 01.10.1942, Qupperneq 6
68 HEIMILI OG SKÓLI Björn H. Jónsson, skólastjóri: Skipting barna í bekki Það hendir alloft, einkum í byrjun skólaárs, að sumir foreldrar eru óá- nægðir yfir því, hvar börn þeirra eru sett í bekk í skólanum. Það, sem óánægjunni einkum veld- ur, virðist oftast vera það, að börnin eru sett í B- eða C-deild bekkjanna, eða þá, að jafnaldrar þeirra eru e. t. v. sett í bekk ofar. En vegna þess, að óánægjan er oftast af misskilningi sprottin, eða athugaleysi, þykir rétt að gjöra nokkra grein fyrir því, eftir hvaða reglum er farið, þegar börnun- um er raðað í bekkina. En fyrst skal þetta tekið fram: Það ætti öllum að vera það ljóst, að mjög nauðsynlegt er fyrir börnin, og betra fyrir kennarann, að þau börn, er saman eiga að vera í bekk, séu á sem allra líkustu reki og standi sem jafnast að vígi. Að öðrum kosti er meir en hæpið, að nokkur árangur ná- ist, og mikil hætta á því, að þau þroskaminni í hópnum missi áhuga og dofni upp við námið. Það eru og einnig um það reglur settar, hvað hver árgangur skuli nema í hverri námsgrein, og verður því að láta jafnaldra börn fylgjast að, eftir því sem unnt er. Það, sem einkum er eftir farið, þeg- ar um bekkja- eða deildaskiptinguna þjóðarinnar. Með þeirri ráðstöfun væri stutt að því, að við getum eignast sem flest góð heimili. ræðir, er þetta, sem nú skHl greina. Hverjum árgangi er að jafnaði skipt í deildir. Fram til 10 ára aldurs fer skiptingin einkum eftir lestrarleikni barnanna, en síðar meir eftir alhliða þroska, og er þá einkum miðað við það, hvernig börnin eru í reikningi. Þegar lestri sleppir, er engin náms- grein eins erfið með ósamstæð börn, eins og reikningurinn. Hafa jafnan margir haft þá sorgarsögu að segja, að þeir hafi lítil eða engin not haft reikn- ingskennslunnar á skólaárum sínum, vegna þess, að þeir gátu, af einhverj- um ástæðum, ekki fylgzt með bekkjar systkinum sínum. Eftir lestrarleikn- inni verður líka að fara nokkuð í efri bekkjunum vegna þess, að stirðlæsu börnin hafa miklu meira fyrir að lesa það, sem þau eiga að læra, og" verða því að hafa afskammtaðra verkefni en þau, sem fleygari eru. Einstöku börn, sem skara fram úr, eru sett bekk ofar (með næsta aldurs- flokki fyrir ofan) vegna þess, að þau eiga enga samleið með jafnöldrum sín- um. Það kemur og stundum fyrir, að setja verður barn í yngri aldursflokk, vegna þess, hve skammt það er á veg komið, þegar það kemur í skólann. Segja má, að ástæðurnar til þess, að leikni barnanna er svo misjöfn, séu einkum þrjár: 1. Misjafn undirbúningur. Börnin eru all misjafnlega undirbú in, þegár þau konia í skólann. Þarf

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.