Heimili og skóli - 01.10.1942, Blaðsíða 8
70
HEIMILI OG SKÓLI
ekki að eyða orðum frekar að þeirri
ástæðu vegna þess, að þar eiga foreldr-
arnir allt við sjálfa sig.
2. Misjafn þroski.
Börn eru mjög misjafnlega bráð-
þroska, eins og allir vita.. Og það er
misþyrming á seinþroska börnum, að
láta þau vera í bekk með þeim börn-
um, sem bráðþroska eru, og þegar það
er gert, verður afleiðingin venjulega
sú, að í lok skólaársins er munurinn á
leikni seinþroska barnsins og hinna,
orðinn miklu meiri en þegar byrjað
var.
En verst af öllu er þó það, að eins
og áður er drepið á, missa þessi sein-
færu börn venjulega kjarkinn og
trúna á sig sjálf og gefast svo upp. Er
þá venjulega öll von úti um framför,
og aðstaða þeirra öll orðin hin versta.
3. Misjafnar gáfur.
Þá er nú komið að því atriðinu, sem
viðkvæmast er. Allir vita og kannast
við það, að gáfnafar barna er harla
misjafnt, þó að það mál verði eðlilega
viðkvæmt hverjum manni, þegar hans
eigin börn eiga í hlut. En tæplega
verður til þess ætlast, að það sé á færi
nokkurs kennara, að grípa fram fyrir
hendur forsjónarinnar í þessum efn-
um, fremur en öðrum.
Eina ráðið til þess, að seinþroska og
miður gefnu börnin hafi skólaverunn-
ar not, er það, að velja þau börn sam-
an, sem samleið eiga, og sníða svo
vinnuna og verkefnin við þeirra hæfi.
Nokkur börn eru svo á takmörkum
leikni og hæfileika, að orkað getur tví-
mælis um það, í hvaða deild þau eiga
að vera. En öll sanngirni mælir með
því, að kennararnir, sem þekkja öll
börnin í skólanum, eigi þó hægara
með að dæma um slíkt, en foreldrar,
sem aðeins þekkja sín eigin börn.
Þess skal og getið, að sömu náms-
greinarnar eru kenndar í báðum eða
öllum deildum, sama aldursflokks, og
kennslustundafjöldi á viku er hinn
sami.
En vitanlega er þá venjulega farið
yfir minna í seinfærari deildunum.
Því ber að treysta, að foreldrar skilji
þetta og sjái, að það er ekki um að
ræða neitt handahófsval í bekkina,
enda mun hver skólastjórn, og hver
kennari gera sér far um, að það sé sem
allra samvizkusamlegast gert og rétt-
látast. Það er og víst, að ekkert er góð-
um kennara meira áhugamál en það,
að finna ráð til þess, að skólavistin
geti orðið þeim börnum að sem mestu
liði, er orðið hafa útundan, annað-
hvort um undirbúning eða hæfileika,
eða hvorttveggja.
Til útsölumanna og kaupenda.
Vegna geysilegrar hækkunar á út-
gáfukostnaði á þessu ári, er ritinu
brýn nauðsyn á, að kaupendur þess
greiði það sem allra fyrst.
Ennfremur eru allir þeir, sem hafa
fengið ritið sent, og aldrei hafa látið
afgreiðsluna vita um söluárangur,
beðnir að gera það hið allra fyrsta.
Afgreiðslumaður.
Grískur spekingur hefur sagt:
— Leitum þeirra unaðssemda, sem
koma á eftir áreynslunni, en ekki
þeirra, sém á undan henni fara. —