Heimili og skóli - 01.10.1942, Blaðsíða 9

Heimili og skóli - 01.10.1942, Blaðsíða 9
HEIMILI OG SKÓLI 71 Friðrik Hjartar, skólastjóri: Hvað læra yngstu börnin í barnaskólanum ? Meðan börnin eru í yngri bekkjum barnaskólans, einkum 8 og 9 ára bekkjum, er ekki óalgengt, að foreldr- ar hafi orð á því, að börnin læri lítið, jafnvel minna, en í tímakennslunni fyrir tveim árum, þá hafi þau verið farin að læra biblíusögur og náttúru- fræði. — í námsskrá skólans fyrir 7 ára bekki eru námsgreinar taldar þessar: Lestur, skrift, reikningur og átthagafræði. Þar sem ég tel líklegt, að allmörg- um sé óljóst, hvað átt er við með orð- inu átthagafræði, vil ég birta hér það, sem námsskráin segir um hana (átt- hagafræðina): „Markið er: 1. að glæða hæfileika barnsins og löngun til að afla sér þekkingar. 2. að barnið geti gert sér og öðrum glögga grein fyrir því, sem fyrir það ber og því býr í brjósti. 3. að barnið öðlist við eigin reynd þekkingu, sem bóklegt nám verði byggt á í efri deildum skólans. Hér skal drepið á hið helzta, sem ætlazt er til, að barnið hafi numið, þegar átthagafræðinni lýkur (í 7—8 og 9 ára bekkjum): 1. Barnið þekki helztu liti, lögun og aðra höfuðeiginleika liluta; 2. kunni helztu mælieiningar tíma — klukkan, dagar, vikur, mánuðir, ár- tal, öld; — verðs — kr. aur. — og efnis — metrar, kg., lítrar; 3. Viti hið helzta um daglegt líf og staðhætti umhverfisins — áttir, legu fjarðarins (og kaupstaðarins), landslag, jarðveg, örnefni, veðráttu, atvinnu- vegi, viðskipti, helztu mannvirki; helztu plöntur og dýr, gróður, dýralíf og skilyrði þess, ársfjórðunga, orsök dags og nætur, merkisdaga ársins, helztu kirkjulegar hátíðir; þekktustu stjörnur og stjörnumerki; landnám fjarðarins og helztu sögur, sem við hann eru tengdar; helztu líkamshluta barnsins, almenna hollustuhætti, þrifnað og kurteisi. 4. skilji helztu landfræðileg og nátt- úrufræðileg heiti og hugmyndir og þekki tákn þeirra á landabréfum og myndum, enda þótt veruleikinn, sem þau tákna, sé ekki í umhverfi barnsins — t. d. haf, land, strönd, hálendi, lág- lendi, hraun, skógur, á, foss, vatn, sveit, borg, atvinnuvegur o. s. frv. spendýr, fugl, fiskur, jurt, helztu lík- amshlutar jurta og dýra o. s. frv. 5. nokkur sönglög og kvæði, sem við þetta eru tengd (t. d. mann, stað, dýr, árstíð). Þótt ekki sé fleira nefnt, sést, að hér er um mikið námsefni að ræða og merkilegt. Munu og allir kennarar á einu máli um, að slík viðfangsefni, sem þessi, séu 7—9 ára börnum hollarí

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.