Heimili og skóli - 01.10.1942, Page 10

Heimili og skóli - 01.10.1942, Page 10
72 HEIMILI OG SKÓLI og þroskavænlegri en að læra biblíu- sösrur os: náttúrufræði, sem hæfir varla svo ungum börnum, a. m. k. ekki sem námsefni. — Þá verður öllum að vera ljóst, að viðfangsefni móðurmálskennslu eru miklu víðtækari, en felst í orðunum lestur og skrift. — Flest sjö ára börn þessu til sönnunar, en hér skal fátt eitt nefnt. í sambandi við fátækt orðaforðans, má t. d. benda á, að mörg börn á þess- um aldri (7 ára) þekkja alls ekki ýmis orð, sem tákna líkamshluta, t. d. hvirf- ill, hnúi, greip, handarjaðar, jarki. Svo er og um veðurfar. Börnin þekkja eru mjög illa að sér í móðurmálinu, sem vonlegt er. Þau eru orðfá; veldur því einkum einangrun þeirra frá full- orðna fólkinu. Börn kaupstaðanna eru svo að segja gestir á heimilum sín- um, koma inn til að borða og sofa, en eru að öðru leyti úti — ein sér, við ýmsa leiki. Orðaforði þeirra verður því fátæklegur og málfar þeirra ófull- komið. Þau hafa tamið sér alls konar ambögur, sum eru hljóðvillt, önnur nota ýmis orðskrípi í stað góðra, ís- lenzkra orða o. s. frv. Auðvelt er að greina mörg dæmi varla annað en rigning og hríð. Orð eins og kaldi, andvari, blær, súld, skúr, él, gola, gári, eru ýmist óþekkt eða misskilin. — Um vald barna á máli nægir að nefna dæmi áþekk þessu: „Veiztu hvort skólastjórinn sé í skól- anum?“ „Mig (eða mér) hlakkar (aga- lega) til jólanna", o. m. fl. af líku tagi. Verkefni skólanna í móðurmáls- kennslunni eru í senn margvíslesr 02: mikilvæg, þegar í 7 og 8 ára bekkjun- um. í 9 ára bekkjunum bætist svo við stafsetningarkennsla og mun flestum vera Ijóst, að þar er ærið verkefni fyrir

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.