Heimili og skóli - 01.10.1942, Blaðsíða 11
HEIMILI OG SKÓLI
73
hendi og um margt við ramman reip
að draga. Jafnvel smáorð þarf að
kenna og æfa t. d. þau, þetta, sem
mjög mörg börn skrifa: þaug, þettað
— og bera þannig frarn. Skýr fram-
burður er því eitt af því, er skólinn
þarf að kenna yngri börnunum. Tek-
ur slíkt oft langan tíma. — Óskandi
væri, að livert einasta heimili, er börn
hefur í umsjá, gerði sér ljóst, hversu
mikið er í húfi um móðurmálskennsl-
una, að heimilið leggi hönd á plóginn
og hjálpi skóianum og börnunum í
þessum efnum. Mér er ljóst, að að-
staða rnargra heimila til að sinna
börnum sínum og fylgjast með námi
þeirra, er í torveldasta lagi. En góður
vilji er löngum sigursæll, og mundi
oft finna tíma til að segja stutta sögu,
láta börnin geta gátu, finna orð, er
ríma (borð, orð), raula vísu o. fl. o. fl.
Síðast, en ekki sízt, ættu heimilin
að meta kennslu í móðurmálinu til
jafns við dönsku, biblíusögur, landa-
fræði, náttúrufræði og aðrar náms-
greinar, með því að glæða ást barn-
anna á móðurmálinu, sem pabbi og
mamma, afi og amma og forfeðurnir
hafa talað og varðveitt, málið, sem
hver íslenzk móðir hefur lijalað við
barn sitt og hvíslað að ástarorðum. —
Öllum ætti að vera ljúft að gera
skyldu sína í þessum efnum.
Þá er reikningur eitt viðfangsefni
yngri barnanna í skólanum.
Mörgum foreldrum finnst, að mjög
hægt sækist í þeim efnum, börnin séu
alltaf að stagla hið sama: samlagning,
frádrátt, margföldun og deilingu. —
Það mundi verða of langt mál að sýna
fram á, hve geysilegt nám einmitt
yngri börnin verða að leysa af hendi í
reikningi, svo að undirstaðan sé
trygg og kunnáttuleysi valdi ekki töf-
um, er í eldri bekkina kemur. — Er
skoðun mín sú, að margir foreldrar
séu alltof óþolinmóðir í sambandi við
reikningsnám yngri barnanna, því að
þar má sízt af öllu fara offljótt yfir,
heldur verður að þaulæfa hvert atriði
og dvelja nógu lengi við allar reikn-
ingsaðferðir einskonartalnanna, með
lágum tölum lengi fyrst, unz mikilli
leikni er náð. — Aldrei má gleyma, að
ekki er það dæmi til, er leyst verður
án þess að leggja saman, draga frá,
margfalda eða deila. Leikni í þessum
reikningsaðferðum þurfa börnin að
ná sem fyrst, helzt í yngri bekkjum
skólans. — Foreldrar, verið þolinmóð-
ir þótt yður finnist hægt farið yfir í
reikningi — það er Itezt fyrir yngri
börnin. Þau eiga t. d. að læra sam-
lagningu svo vel, að þau þurfi ekki að
telja á fingrunum 13—14 ára gömul,
ef þau eiga t. d. að leggja saman 8 og
7 eða 18 og 17, þau eiga að kunna
þetta eins og þau kunna að 2 og 2
eru 4.
Tilgangur minn með þessari smá-
grein er að gera foreldrum og forráða-
mönnum barna það sem ljósast, að
yngri börn skólans hafa bæði nægileg
og mikilsverð námsefni með höndum,
þótt þau læri hvorki biblíusögur,
náttúrufræði eða landafræði. Því bet-
ur, sem börnin rækja nám sitt í yngri
bekkjunum, því betri árangri ná þau,
er í efri bekkina kemur, og því auð-
veldara mun þeim reynast að rækja
vel þau viðfangsefni, er bíða þeirra
þar.