Heimili og skóli - 01.08.1944, Síða 12

Heimili og skóli - 01.08.1944, Síða 12
58 HEIMILI OG SKÓLI um þeim, sem börnin koma frá, í þrjá flokka: Efnaheimili, bjargálnaheim- ili os; efnalítil heimili. Börnin frá efnaheimilunum eru mjög misjöfn. Sum þeirra eru beztu skólaþegnar og prýðilega upp alin, sómakær, skyldurækin og siðprúð. En nokkur þeirra hafa búið við of mikið eftirlæti. Þau eiga erfitt með að beygja sig undir aga, því að þau hafa ekki þurft þess heima, en fengið þar ævinlega sitt mál fram. Þau hafa alizt upp við iðjuleysi og aldrei þurft neitt að láta á móti sér. Og af því að þau hafa ekki sjálf unnið fyrir fé, þekkja þau ekki gildi þess. — Þessi börn eiga eftir að fá ýmsa árekstra í lífinu fyrir skakka uppeldisháttu, og þá fyrstu þeirra fá þau í skólanum. Börnin frá bjargálnaheimilunum hafa yfirleitt bezt uppeldisleg skilyrði af þessum þrem hópum. Tekjur eru nægar til að lifa sæmilega, en hinsvegar ekki meiri en það, að ó- gerlegt er að fullnægja nema nauðsyn- legum þörfum. Börnin verða því að vinna fyrir heimilið undir eins og þau komast á legg. Þetta er heilbrigt, og þau læra snemma, að til þess að geta uppfyllt óskir um gæði lífsins, þarf að vinna fyrir þeim. Þau verða því hóf- samari í kröfum við foreldra sína og oft dugleg að vinna fyrir heimilið. Þessi börn, eins og börnin frá efna- heimilunum, eiga oft aðgang að tals- verðum bókakosti og lesa talsvert jafn- hliða námi sínu. Foreldrar þeirra eru oft eitthvað menntuð og glæða eftir- tekt þeirra og lestrarhneigð. Meiri hluti barna frá þessum heimilum eru því góðir skólaþegnar og sæmilega vel upp alin á okkar mælikvarða. Þá kemur að þriðja hópnum, börn- unum frá fátæku heimilunum. Að hvaða leyti er nú líklegt, að uppeldi þeirra sé ábótavant vegna efnalegs getuleysis foreldranna? Þarna kemur margt til greina. En það, sem er sam- eiginlegt fyrir flest börn frá hinum fá- tæku heimilum er það, að þau eru venjulega mörg. Húsnæði er oft lítið og eftir að börnin komast á legg, eru þau því mest úti á daginn. Gatan verð- ur því leikvöllur þeirra, meira en hollt er. Þau eru lítið með fullorðnu fólki, en mest með jafnöldrum sínum á götunni. Mál þeirra verður fáskrúð- ugt barnamál og uppeldilegur agi minni en æskilegt væri. Áhrifin verða oft slæm frá götusollinum, þar sem ófyrirleitnustu strákarnir eru foringj- ar og fyrirmyndir. Margar fjölskyldur með stóran barnahóp hafa aðeins eina stofu til íbúðar. Geta má nærri, að ekki er að- laðandiíslíkumþrengslum fyrir börn- in að eyða tómstundum sínum. Börn- in frá þessum heimilum fá því aldrei þær endurminningar um æskuheimili sitt, sem hverjum manni er hollt að bera í brjósti. Og við þetta bætist oft burtvera annars eða beggja foreldr- anna af heimilinu mestan hluta dags- ins vegna atvinnu sinnar, en börnin verða að sjá um sig sjálf. Þessi börn hafa slæmt næði heima til lestrar og annarra starfa í sambandi við skóla- nám. Þau trufla hvert annað vegna þess, að öll verða þau að lesa í sama herbergi. En þá er önnur hlið þessa máls. Fá

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.