Heimili og skóli - 01.08.1944, Qupperneq 11
HEIMILI OG SKÓLI
57
EIRÍKUR SIGURÐSSON:
Lífskjör og uppeldi.
Flest þekkjum við einhverja menn,
sem vegna féleysis, eða einhverra erfið-
leika gátu ekki í æsku búið sig undir
það starf, er hugur þeirra stóð til. Af
þessu hefur leitt, að þeir hafa orðið að
stunda atvinnu, sem þeim hefur ekki
verið hjartfólgin, jafnvel þótt sumir
hafi verið það vel settir að geta unnið
eitthvað að áhugamálum sínum í tóm-
stundum.
En nú er það markmið alls uppeld-
is, að hver þegna fái notið hæfileika
sinna sem bezt í lífinu. í stuttu máli
miðar allt uppeldi að því, að hver ein-
staklingur geti náð þeim þroska, sem
hæfileikar hans benda til. Þetta er sá
viðurkenndi lýðræðisgrundvöllur alls
uppeldis. Maðurinn sjálfur er þar
markmiðið, en ekki neinar stefnur
eða flokkar í þjóðfélaginu. En þessu
hefur stundum verið snúið við. Það
hefur m. a. átt sér stað í einræðisríkj-
unum, og fullyrða kunnugir, að eftir
stríðið verði að gerbreyta þar öllum
uppeldismálum, og varlega megi
reikna með núverandi kynslóð þessara
landa við uppbyggingastarfið, vegna
þess einhæfa uppeldis, sem liún hefur
fengið við þjóðrembingsanda og hern-
aðarbrjálæði. í framtíðinni þurfi að
ala upp frjálsa menn, en ekki ríkis-
eða flokksþræla.
En það var ekki upeldi almennt,
sem ég ætlaði að gera að umtalsefni,
heldur aðeins einn þáttur þess: áhrif
mismunandi lífskjara á uppeldi barna
á skólaaldri.
Við kennarar, sem tökum við börn-
um frá ólíkum heimilum, verðum á
margan hátt varir við, hvernig heimili
og lífskjör þau búa við. Og ég álít að
lífskjörin hafi oft örlagaríkar afleið-
ingar fyrir fjölda barna. Fátæktin og
umkomuleysið setur enn svip sinn á
þau og tefur fyrir þroska þeirra.
Sumir fullyrða, að hér á landi líði
engir fyrir fátækt, og flestir hafi svip-
að handa á milli. Þessu vil ég svara
með eftirfarandi dæmi.
Árið 1934 höfðu 55% íbúa Reykja-
víkur aðeins 17% af heildartekjum
bæjaibúa, en 45% íbúanna höfðu
83% teknanna. Verið getur, að þessi
munur sé eitthvað minni í öðrum bæj-
um, en þessar tölur sýna jrað samt, að
heildartekjur manna eru mjög mis-
jafnar. Það skapar ólík lífskjör og
kemur fram í uppeldi barnanna. En
þess skal þó getið, að þessi síðustu ár
virðast lífskjör fólks yfirleitt hafa ver-
ið jafnari og betri en nokkru sinni áð-
ur í sögu þjóðarinnar.
Nú má enginn skilja Jjað svo, sem
ég segi hér á eftir, að ég álíti lífskjörin
eina mælikvarðann á uppeldi barna.
Þar kemur fjölmargt fleira til greina,
t. d. foreldrarnir, umhverfi, andleg
viðliorf o. fl. Eg ræði aðeins um lífs-
kjörin, sem einn þátt, er áhrif hefur á
uppeldi barnsins.
í stórum dráttum má skipta heimil-