Heimili og skóli - 01.08.1944, Síða 9

Heimili og skóli - 01.08.1944, Síða 9
HEIMILI OG SKÓLI 55 Ég verð að láta mér nægja að benda á fátt eitt og fara fám orðum um hverja aðferð út af fyrir sig eða fleiri saman. 1. Kennarar reyna að hasta á óra- belgina, — banna þeim og nefna ef til vill nöfn þeirra um leið. Þetta er svo sem þægileg aðferð og fyrirhafnarlítil og getur oft haft nokkur áhrif til bóta í bráðina. Gera má hana gildisríkari (áhrifameiri) með rómbreytingu, ým- ist með rómlækkun eða með gæti- legri hækkun. Gott er líka að gera þagnarhlé meðan kennarinn beitir persónuvaldi sínu, með því t. d. að liorfa þegjandi á ærslabelgina. Mér virðist sem margir uppeldisfræðingar geri of lítið úr gildi þessarar ögunar- aðferðar, sjálfsagt af því tvennu, að áhrif hennar eru skammæ og að sú hætta liggur við dyrnar, að allt geti lent í máttlausu nöldri. Það er auðvit- að skaðvænt eitur. 2. Hótanir, sem koma þó ekki til framkvæmda þá þegar, og aldrei, ef nemandi „lætur sér segjast". Þær eru handhægar, en um gildi þeirra efast margir, og sjálfsagt ekki að ástæðu- lausu. Persónulega þykist ég þó hafa reynzlu fyrir því, að þær geti haft nokkura þýðingu undir vissum kring- umstæðum. Þess verður stranglega að gæta, að hóta aldrei neinu í geðofsa eða bræði, beita hótunum sem allra sjaldnast og gæta þess vandlega, að þær séu bæði eðlilegar og sanngjarn- ar sem refsingar fyrir framferði hlut- aðeigenda, ekki aðeins að dómi kenn- aranna, heldur einnig að áliti barn- anna. Ég hygg, að mörg börn skoði skilorðsbundna hótun, sem hagað er á þessa leið, sem vinsamlega en alvar- lega bendingu, er taka beri tillit til. 3. Brottrekstur úr einstökum tím- um, eftirsetur, innilokanir í stunda- hléum o. fl. þ. h. Um allar þessar ög- unar-aðferðir má í fám orðum segja, að þær eru varhugaverðar og hálfgild- ings-neyðarúrræði almennt skoðað. Tíðir brottrekstrar úr tímum eru oft til þess eins, að „bæta svörtu ofan á grátt“. Ber því sízt að neita, að svo „kaldir húðarletingjar“ finnast árlega á bekkjum barnaskólanna, að brott- reksturinn er þeim kærkomið stund- arleyfi. En „nauðsyn brýtur oft lög“ — að vísu. Langt um hyggilegra tel ég að loka óþekktarangana inni í stunda- leyfum, EF kennarinn getur setið sjálfur hjá þeim og rætt eða útskýrt það, sem fyrir kom, í allri vinsemd, en alvarlega þó. Eftirsetur geta haft nokkurt gildi, en þær komið illa við nauman tíma kennaranna. Oft getur þó verið nauðsynlegt að láta skeyting- arleysingja „vorkennast“ á þennan hátt, og vinna þá það, er þeir áttu að gera og gátu gert í kennslustundun- um. Það virðist vera kostur þessarar aðferðar, að fremur auðvelt reynist að gera börnum skiljanlegt, að hún er í sjálfu sér sanngjörn, ef henni er rétti- lega beitt. 4. Líkamlegar refsingar. Um þær þarf ekki að ræða, og hefði máske ekki átt að nefna þær, þar sem þær virðast varða við lög, — svo að segja hvernig sem á stendur. Ég tel þá löggjöf sein- heppilega. Á mínum langa kennslu- ferli hef ég að vísu ekki þurft að beita þeim ögunar-aðferðum, svo að nokkru nemi, en þó verð ég að segja það, að dæmi gefast þess, að löðrungur, gefinn

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.