Heimili og skóli - 01.12.1944, Blaðsíða 5

Heimili og skóli - 01.12.1944, Blaðsíða 5
Heimili og skóli TÍMARIT UM UPPELDISMÁL 3. árgangur. Nóvember—Desember. 6. heíti. FRIÐRIK J. RAFNAR, vígslubiskup: JÓLIN „Því að þér þekkið náð drottins vors, Jesú Krists, að hann, þótt ríkur væri, gjörðist yðar vegna fátækur, til þess að þér auðéuðust at fátækt hans.“ — 2. Kor. VIII, 9. Margt hefur fagurlega verið skrifað um jólin. Margur trúmaðurinn og ritsnilling urinn hefur lagt sig allan fram til þess að lofsyngja sem fegurst jólabarninu, sem kom úr himna-dýrð. Allt, sem góðir menn, vel gefnir og göfugir, hafa bezt átt til, hafa þeir lagt honum að fótum, livort sem verið hefir í lista- verkum handarinnar, munns eða anda. Enginn dauðlegur maður mun þó enn hafa fært honum þá fórn til- beiðslu og skilnings, sem honum er fyllilega verðug, eða skilið til hlítar þann undrastyrk guðlegs kærleika, sem jólunum standa að baki, nema ef til vill einn. Það er postulinn, sem skrifaði Korinthumönnum orðin, sem ég hef valið að upphafi þessarar hug- leiðingar. Þau eru líklega einfaldasta, en um leið langsamlega sannasta lýs- ingin á þeim öflum, sem stóðu jólun- um að baki og tilganginum með þeim. Lengra verður ekki komizt í skilningi á þeirri guðdómlegu kærleikstign, sem jrar er að verki. „Hann þótt ríkur væri, gjörðist yð- ar vegna fátækur, til þess að þér auðguðust af fátækt hans.“ Þetta er leyndardómur jólanna, svo einfaldur, sem hann kann að virðast. Þarna er fólgin dýrð þeirra, kærleikur, ljós og líf, svo blátt áfram, sem þetta sýnist þegar það er lesið. Hann, sem var rík- ur gerist fátækur, til þess að auðga aðra. Það fer ekki mikið fyrir þessu á pappírnum. Jafnvel getum við lesið þetta, án þess að miklast það eða finna fyrst í stað, að þetta sé eitthvað sér- stakt. En þó er þetta hámark,. met, hins guðdómlegasta, sem tilveran

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.