Heimili og skóli - 01.12.1944, Qupperneq 16
92
HEIMILI OG SKÓLI
og stæltur störf sín rækir,
hann storkar hverri þraut.
Hann ber sitt manndómsmerki.
Hann nrarkar öðrum slóð.
Hann vex með sínu verki.
Hann vitkar sína þjóð.
III.
— ----Næst er þá að gá að, hvaða
námsgreinar koma fyrir og svo að líta
yfir lexíurnar í lærdómsbókum barn-
anna. Ég verð að segja það afdráttar-
laust, að ég kann illa við að heyra
kennara spyrja börnin: Hver er lexían
í dag? Það hlýtur að vera eitthvað
áfátt um kennslu-undirbúninginn,
þegar kennarinn sjálfur veit eða man
ekki, hvað hann á að kenna, þegar
stundin er að byrja. Ég skil sannast
sagt ekki þá kennara, sem geta farið í
nokkra kennslustund án rækilegs
undirbúnings, helzt skriflegs. — Það
er ömurleg sjón að sjá kennara, sem
þarf að hafa kennslubókina að staf til
að styðjast við. Kennarinn þarf vitan-
lega að vera svo vel að sér bæði í
kennslubókinni og námsgreininni, að
bókin sé honum á þeirri stundu sem
þýðingarlaus hlutur. En það fæst ekki
ókeypis. Það kostar „lestur og aftur
lestur og ennþá lestur“. Staðgóð þekk-
ing og vandaður undirbúningur und-
ir hverja kennslustund skapar kenn-
aranum hins vegar siðferðilegan styrk
og eykur honum álit og virðingu með-
al barnanna, einkum þó í hærri bekkj-
um skólanna. En hverfum þá aftur að
sjálfum undirbúningnum. Að loknum
lestri lexíunnar og einhvers sama efn-
is utan við hana, þá kemur til álita,
hvernig haga skuli kennslunni. Ör-
uggast reyndist mér, að búa til og
skrifa nákvæma kennsluseðla og hafa
þá með mér í tímana. En auðvitað
„slær hver með sínu lagi“ í þeim efn-
iim sem öðrum. Sérhverri kennslu-
stund þarf að haga svo, að færi gefist
til:
1. að rifja upp efni frá síðustu
kennslustund í greininni;
2. að yfirheyra einstök börn;
3. að beina nokkrum spurningum
til bekkjarins í heild;
4. að eiga sarntal við börnin um efn-
ið, — og
5. að útskýra efni til næstu stundar.
Hér við bætist svo, að í ýmsum
greinum, svo sem sögu og kristnum
fræðum, þarf að vinnast tími til söngs
o. fl. Þetta á að vera sæmilega auðvelt,
þegar efnið er vel lesið og áður rætt,
en ella torvelt, og verður að taka tillit
til þess, þegar kennsluseðlar eru samd-
ir — að svo miklu leyti, sem hægt er.
Auk þess, sem hér er sagt, þarfnast
t'issar greinar sérstaks undirbúnings.
Svo er t. d. unr kristnu fræðin. Það
þarf að koma fallegum Kristsmyndum
fyrir á vegg gegnt nemendunum og
vera búinn að því, áður en kennslu-
stundin hefst. Helzt ekki sömu mynd-
irnar alltaf, heldur að skipta um eftir
föngum og hafa ætíð þá myndina á
bezta staðnum, sem næst stendur efn-
inu, er tala á unr í tímanum. Ágætar
nryndir til þessarar notkunar fengust
lrjá Evangeliske Fosterlandsstiftelsen í
Stokkhólmi og kostuðu þær sáralítið.
Sömuleiðis má fá ágætar veggmyndir
frá Ameríku. Falleg mynd gleður og
hrífur unga og óspillta sál og eykur
áhrif kennslunnar. Mörg þekki ég
dæmi þess, að litlu stúlkurnar komu
með sveiga úr fegurstu blómunum,