Heimili og skóli - 01.12.1944, Page 18
94
HEIMILI OG SKÓLI
Snorri Sigfússon:
Merk spor
Eitt hið glæsilegasta skólaheimili í
sveit er nú risið og að fullu reist í
tífnum minnsta hreppi Eyjafjarðar-
sýslu, Arskógshreppi. Var þar hafizt
handa fyrir 6 árum, þótt aðalfram-
kvæmdirnar féllu á mestu dýrtíðarár-
in. Auk kennslustofa, kennarabústað-
ar og heimavistarherbergja, er sam-
byggður við skólahúsið mjög stór og
fullkominn leikfimis- og samkomu-
salur, og á því byggingin að þjóna
bæði þörf barnanna og hinna eldri.
En þannig er þessu fyrirkomið, að
skólinn er algjörlega út af fyrir sig í
byggingunni og liitt, er að sainkom-
um og notkun eldra fólksins snýr,
einnig sér um allt sitt. Þetta er höfuð-
kostur, því að samkrull allt með skóla
og samkomur er óheppilegt, og ein-
mitt þess vegna hafa menn oft dæmt
slíkar sambyggingar óhæfar, að ekki
hefur frá upphafi verið séð fyrir því í
byggingunni, að hvor aðilinn um sig
væri sem sjálfstæðastur um sína notk-
un. Á hinn bóginn er það svo, að varla
er að búast við því í fámenni og dr'eif-
býli, að hægt sé að byggja myndarlegt
skólaheimiH með íþróttasal og svo
annað hús fyrir samkomur eldra fólks-
ins. Og það er a. m. k. víst, að þar sem
hvorki er til skólahús né samkomu-
hús, þar á skólahúsið með íþróttasal
að rísa fyrst og reyna samstarf hinna
eldri og yngri. Ef það þá reyndist ó-
fært, verður samkomuhúsið að byggj-
ast síðar meir. En því má eigi gleyma,
að það er hálfgerð menningarleg upp-
gjöf að halda því fram, að bragur
samkomu- og skemmtanalífs muni eigi
batna frá því, sem nú er, með batn-
andi samkomustöðum. Og það verður
að vænta þess, að hinir fullorðnu
þegnar, sem eitt.sinn voru skólaþegn-
ar á staðnum og þótti vænt um hann,
muni síðar hlífa honum við hvers
konar vansæmd og telja það með
heiðri sínum og sveitarinnar, að þessu
menningarheimili sé haldið hreinu og
það sé í heiðri haft. Þetta munu þeir
ætla sér að reyna á Árskógsströnd, og
vonandi tekst það. En það er sannar-
lega vert að ininnast þess, að það er
lítill hreppur, sem þetta stórmyndar-
lega skólaheimili liefur reist, og það
er jafnframt víst, að hann á það nú
því nær skuldlaust. Hvað myndu þá
hinar stóru og efnaðri sveitir geta
gert, ef þar væri fyrir hendi jafnmikill
áhugi og skilningur á nauðsyn þess,
að bæta úr slæmu ástandi, er nú ríkir
allt of víða í þessum efnum?
Þá hefur einnig á hinum síðustu
missirum risið veglegt skólaheimili
við Barðslaug í Fljótum. Hafa þar þrír
aðilar verið að verki: Haganeshrepp-
ur, ríkið og kvenfélagið á SiglufirðH
sem notar heimilið fyrir dvalarstað
siglfirzkra barna að sumrinu. Er þetta
hið prýðilegasta heimili, sem vantar
þó enn fimleikasal. Að þessu heimili
ganga þau börn, sem næst búa, en hin
eru þar í heimavist. Þótt nokkrar deil-
ur væru um það í sveitinni, hvort
byggja ætti skólann þarna eða annars-