Heimili og skóli - 01.12.1944, Qupperneq 6

Heimili og skóli - 01.12.1944, Qupperneq 6
82 HEIMILI OG SKÓLI þekkir, hámark hins æðsta kærleika, að fórna, svifta sjálfan sig, til þess að öðrum megi veitast, gerast fátækur, svo að aðrir geti auðgast. Við skulum, með tilliti til þessa, stefna okkur sjálfum fyrir eigin dóm- stól, eigið mat, bera okkur saman við Hann. Hann gerist fátækur, afsalar sér um skeið dýrð himnanna, til þess að auðga fátækt mannkyn og býr með þeim sem hinn lægst setti hinna lágu. Konungurinn gerist þjónn. En við? Ef við eigum eitthvað, þá viljum við halda í það. Ef við erum fátæk, þá vilj- um við auðgast, stundum jafnvel þó að það kosti fátækt annarra. Ef við er- um húsbændur, viljum við ekki gerast vinnumenn. I’etta er manneðlið, með- an syndin og eigingirnin situr við stýr- ið. En Hann? ,,Þótt hann væri í Guðs mynd, afklæddist hann henni og varð mönnum líkur; og er hann kom fram að ytra hætti sem maður, lítillækkaði hann sjálfan sig og varð hlýðinn allt fram í dauða, já fram í dauða á krossi.“ (Fil. 2, 7). Þetta gerði hann fyrir okkur. Þetta eru jólin, hátíð hinnar guðdómlegustu kærleiksfórn- ar, sem nokkru sinni hefur færð verið. Drottinn himnanna gerist fátækur maður, til þess að auðga oss af fátækt sinni. Hér er um að ræða dýpsta og dá- samlegasta leyndardóm tilverunnar, þann leyndardóm, sem er of háleitur til þess að mannlegt hjarta geti nokk- urn tíma skilið hann, eða metið til hlítar. Og því miður er margt fagurt og guðdómlegt aðeins draumsýn, hug- sjón, sem skapast af þrá mannshjart- ans eftir einhverju betra og bjartara en hin daglega tilvera ber á borð. En jólin eru hvorki draumsýn né hugsjón. Þau eru veruleiki, söguleg staðreynd. staðfesting aldagamalla fyrirheita Guðs frá bernskudögum mannkynsins. Jólin eru dýrmætasta gjöfin, sem mannlegri kynslóð hefur hlotnazt. En hún, eins og allar gjafir, lita til gjalds. Jólin leggja okkur, þiggjendunum, sem auðgumst af fátækt himingestsins, þá kvöð á herðar að reyna meðan við dveljum hér og njótum jólanna, að greiða Jieim götu til allra annarra, hjálpa jólaljósinu Hans til þess að skína alls staðar í skuggum jarðar. Jólin eru að koma. Vonandi verða þau víða gleðileg jól. En við vitum að nú, eins og oftar endranær, verða þau víða döpur jól. Heimurinn er í sárum. Aldrei munu hafa verið eins mörg sorgarheimili með þjóðunum eins og nú. Ef til vill þurfum við ekki að leita að þeim út fyrir landsteinana. Þau geta verið nær en okkur grunar. Ef til vill er líka jarðnesk svo nærri okkur, að við eigum hægt með að létta undir, ef við viljum. Hjálpum þá til þess að skapa gleð'ileg jól, þar sem jarðnesk- ur skortur skyggir á jólaljósið. Og hugsum til jieirra í kærleika og fyrir- bæn, sem sorgir og andlegt andstreymi byrgir sýn til himins. Jólin eru til orð- in vegna hinna fátæku og sorgbitnu. Þá kom Hann til þess að auðga að nægtum gleðinnar. Megi þessi jól verða öllurn til auðg- unar, jól sannrar gleði og andlegs friðar. Qhkhf jóil

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.