Heimili og skóli - 01.12.1944, Page 7
HEIMILI OG SKÓLI
83
HANNES J. MAGNÚSSON.
Hollt er heima hvaö •
„Höndin, sera ruggar vöggunni,
ræður yfir heiminum."
Þegar líða tekur að jólum, fer hug-
urinn að hverfa meir og meir frá ann-
ríki og arnstri skólastarfsins og leita
heim til hinna mörgu litlu ríkja —
heimilanna — þar sem lialdið er unr
hina mörgu þræði, er til skólans
liggja. Það fer að sjást eitthvert blik
eftirvæntingar og tilhlökkunar í aug-
um barnanna, og átökin við námið
eru tæplega eins snörp og áður.
Þetta er næsta eðlilegt, því að aldr-
ei fremur en á jólunum sýna heimilin
mátt sinn til uppeldisáhrifa, aldrei
birtast heimilin í fegurri og glæsilegri
mynd en þá, aldrei er þar Idýrra og
bjartara og aldrei leggur húsmóðirin
sig meir fram um að gera heimilið
aðlaðandi og ánægjulegt. Þess vegna
eru endurminningarnar um jólin
heima einhverjar þær hugþekkustu,
sem við eigurn, og þess vegna vilja all-
ir vera heima um jólin. En þennan
mátt til uppeldisáhrifa, þessa hlýju og
þetta öryggi, sem heimilin búa yfir
um jólin, hafa þau að bjóða allan árs-
ins hring, þótt í smærri stíl sé, og þótt
ég hafi ef til vill sagt það oft áður í
Jressu riti, þá segi ég það enn, að
stærsta verkefni allra alda er að byggja
upp sterk og uppalandi heimili, því að
framtíðarheill hverrar þjóðar veltur
meir á heimilunum en nokkurri ann-
arri stofnun þjóðfélagsins. Og það er
áf þeirri einföldu ástæðu, að í heimil-
unum fer fram svo fyrirferðarmikill
þáttur uppeldisins, að áhrif annarra
aðila komast þar ekki til jafns við.
Heimilið er hið elzta samfélag, sem
þekkt er í heiminum og því grundvöll-
ur allra annarra samfélaga og stofn-
ana. Það er kletturinn, eða sandurinn,
eftir atvikum, sem hið rnikla hús
menningarinnar er reist á.
Ég held, að nútíminn geri sér ekki
nægilega grein fyrir þessu, að minnsta
kosti er það svo, að á sama tíma, sem
heimurinn stynur undir öllum sínum
óteljandi menntastofnunum, eru
heimilin að hverfa í skuggann og
missa mátt sinn til uppeldisáhrifa, og
myndi ekki vera eitthvert samband á
milli þessa áhrifaleysis heimilanna og
þess rótleysis í trúar- og siðgæðisefn-
um, sem nú ríkir í heiminum? Myndu
þau ekki vera að rætast bókstaflega