Heimili og skóli - 01.12.1944, Blaðsíða 8

Heimili og skóli - 01.12.1944, Blaðsíða 8
84 HEIMILI OG SKÓLI orð skáldsins, að „Rótarslitinn visnar vísir, þótt vökvist hlýrri morgun- dögg“. Hvað veldur þeim ósköpum, sem heimurinn þjáist nú af annað en það, að graunnur hinnar marggylltu menningarhallar er eitthvað ótraust- ur? Maðurinn festir dýpstu ræturnar í heimilinu. Sá sem á sér engar rætur þar, er rótlaus og verður það alltaf. Eg veit, að hér er við ramman reip að draga í þéttbýlinu, þar sem fátt eitt hefur næði til að gróa, og þess er ekki að dyljast, að við erum stödd þar á hinum háskalegustu vegamótum, en við skulum vona, að okkur takist að gera heimilið að þeim kastala menn- ingarinnar, sem það á og þarf að vera. Mistök og þróttleysi heimilanna verða örlagaríkari fyrir þjóðina en öll önn- ur mistök, nema ef vera skyldu mis- tök í því efni að vernda frelsi sitt út á við, en hinu verður heldur aldrei gleymt, að allt hið bezta og göfugasta, allt það, sem gerir þjóðina að göfugri og sterkri þjóð, á rætur sínar við arin heimilisins. Oll vandræðabörnin í skólunum koma frá lélegum lieimil- um. Heimilum, sem eru í upplausn af hvers konar óreglu og skorti á jafn- vægi. En beztu skólaþegnarnir eru frá traustu, hlýju og stjórnsömu heimil- unum, þar sem kyrrð og friður ríkir, og börnin eru vanin við frá blautu barnsbeini að lifa eftir föstum og ákveðnum fögum. Þau eru frá heim- ilum, þar sem móðirin er miðdepill- inn og faðirinn hefur einnig tíma til að sinna bömum sínum, tala við þau, gleðjast með þeim og hlusta á þau. Þau eru frá heimilum, þar sem heimil- ishelgi og heimilisfriður ríkir alla daga ársins. Ósvikin lífsgleði. Þarna er alltaf að gróa í sálum barnanna. Sögur og ævintýri frjóvga ímyndunarafl þeirra og hugsun alla, og hljóðlátar kvöldstundir á slíkum heimilum, þar sem foreldrarnir hafa tíma til að ræða við börnin, fylgjast með námi þeirra og áhugamálum, eru eins og andlegt, gróandi vor fyrir þau. Þessi börn verða íhugul, hugsandi og spyrjandi. Það ríkir jafnvægi og ró í sálum þeirra. Þennan frið og innra jafnvægi flytja þau svo með sér í skól- ann, eru þar hæglát og prúð og kunna að hlusta og taka eftir því, sem \ ið þau er sagt. }á, á slíkum heimilum gróa mörg lífgrös. Hvergi nema þar er hægt að leggja traustan grundvöll að trúarupp- eldi barnanna, sent haft getur djúp- tæk áhrif á andlegan vöxt þeirra og þroska. F.n verði börnin ekki fyrir

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.