Heimili og skóli - 01.12.1944, Qupperneq 9

Heimili og skóli - 01.12.1944, Qupperneq 9
HEIMILI OG SKÓLI S5 neinni slíkri snertingu heima, hara þau farið á mis við mikil uppeldisleg verðmæti, og skólarnir hafa næsta lít- il skilyrði til að taka þessi uppeldisá- hrif í þjónustu sína, hafi jarðvegurinn ekki verið undirbúinn heima. Og ekki þætti mér ólíklegt, að hin kalda efnis- dýrkandi samtíð, sem reisa á úr rúst- um hinn hrunda heim vélamenning- arinnar, kæmist að raun um það, að menningin er byggð á sandi, ef hún er ekki kristin menning. Hvergi nema í heimilunum verða bundin þau bönd, sem tengja ein- staklinginn við fortíð sína og sögu, en þjóð, sem hafnar slíkum tengslum, hafnar arfi forfeðranna í góðum sið- um og háttum, verður byltuhætt á hinum nýju vegum. Það getur oft kostað allverulegar lífsvenjubreytingar að gera heimilið að traustri uppeldisstofnun, það kost- ar margar fórnir og mikið erfiði, en styrkleiki heimilisins, öryggi þess og lilýja, getur liaft úrslitaþýðingu fyrir framtíð barnanna, sem þar eiga að alast upp. Og við, sem börn eigum, skulum hugsa okkur vel um, áður en við gerum gerum líf okkar svo íburð- armikið og margbrotið, að við höfum lítinn eða engan tírna til að sinna börnum okkar. Þótt félags- og skemmtanalíf nútím- ans sé að verða fjölþætt og heimti mik- inn tíma, og þótt það hvort tveggja eigi fullan rétt á sér, má það aldrei verða svo fyrirferðarmikið, að heimil- ið og börnin verði aukaatriði. En það fer ef til vill að verða eitt af mestu á- hyggjuefnunum, hversu nútímalífið er að verða margbrotið og fjölþætt. Fyrir nokkrum áratugum var það ef til vill helzt til fátækt og tilbreytingar- lítið, en nú er líf einstaklingsins svo sundurklofið af of mörgum verkefn- um, of mörgum áhugamálum og of miklum skemmtunum, að hann veit ekki, hvernig hann á að skipta sér á milli alls þessa, og kernur þetta oft hart niður á heimilinu. Við lifum á gelgjuskeiði þéttbýlis- menningarinnar, en eitt af þeim allra nálægustu verkefnum, sem fyrir liggja til þess að kornast slysalaust fram hjá þeim hættulegum vegamótum, er það að temja sér einfaldara og óbrotnara líf, ná valdi yfir skemmtana- og verk- efnavali, kunna að velja og hafna á sviði skemmtana- og félagslífsins, loka sig ekki úti frá þeim góðu lilutum, en hafa það allt á valdi sínu og sligast ekki undir áhugamálunum. Þá þarf þéttbýlismenningin ekki að vera rót- laus eins og hún er. Við byrjum neðan frá og byggjum sterkt og heilbrigt heimilislíf. Þá taka skólarnir við með alla sína þjálfun og þekkingu, og þá skapast hér traust og þjóðleg menn- ing. Þegar karl og kona stofna til heim- ilis, er það viðburður í sögu hverrar þjóðar. En heimilið er ekki fyrst og fremst stofnað fyrir þessa tvo einstak- linga, sem ætla að lifa saman. Það er stofnað vegna þeirra óbornu. Það er uppeldisstofnun fyrir þá, það er griða- staður og skjólveggur fyrir þá, hvort sem heimilið er ríkt eða fátækt, og höfuðhlutverk heimilanna má aldrei vera annað en þetta.

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.