Heimili og skóli - 01.12.1944, Qupperneq 12
88
HEIMILI OG SKÓLI
þær tilhneigingar, sem vekja fjand-
skap og ófrið. Og til þessa þnrfa menn
að öðlast hugsjónir um mark og mið
lífsins, lmgsjónir, sem vér getum öld-
ungis ekki efast um. Þær hugsjónir
verða að stefna hátt, vera í samræmi
við allt hið fegursta og göfugasta, er
vér þekkjum, annars fellur sérhver
siðgæðisviðleitni í rnola og hrynur
eins og spilaborg.
Inn á þessar hugsanabrautir hlýtur
sérhver alvarlega hugsandi uppalandi
að komast. Það er að segja: Hann
hlýtur, áður en liann veit af, að vera
kominn út í siðfrœði og trúarskoðanir,
því að ástæðan fyrir breytni vorri hlýt-
ur alltaf að vera í hinzta skilningi trú-
arleg. Maðurinn reynir jafnan að
keppa að því, sem hann væntir sér
hamingju af. Þegar afleiðingar breytn-
innar verða illar, stafar það venjulega
ekki af því, að maðurinn vilji hið illa
í sjálfu sér, lieldur af því, að hann
kann ekki að liöndla hið róða. Hug-
sjón hans og skilningur á hinu góða
er svo takmarkaður, eigingirni hans
svo rík, að hann væntir sér blessunar
af því, sem öðrum kann að verða til
ófarsældar. Hann skortir fjarvídd í
siðaskoðun sína og skilning á lögmál-
um samfélagsins. Og afleiðingin segir
alltaf til nm það, þegar lífsviðhorfið
er rangt.
Eins og vér þurfum að þekkja lög-
mál sönglistarinnar, til þess að geta
skapað fagra symfóníu, og vera þar að
auki innblásin af voldugum anda há-
fleygrar fegurðar — þannig getum vér
heldur ekki lifað til fagnaðar, nerna
þekkja lögmál siðgæðisins og vera inn-
blásin af guðdómlegum anda hárra
hugsjóna. Þetta er auðskilinn hlutur
hverjum, sem hugsar um það.
En, sé þetta svo, þarf þá ekki að
leiða mannssálina á veginn?
Lestur, stærðfræði og önnur þekk-
ingaratriði lærum vér ekki svo neinu
nerni, sé oss ekki kennt það. Það er
staðreynd, að fólk af góðu bergi brot-
ið, sem elst upp með villimönnum,
verður að villimönnum. Menningin
er arfur, að miklu meira leyti en vér
gerum oss grein fyrir í fljótu bragði,
og arfur, sem ein kynslóðin afhendir
annarri. Ef kenna þarf hverjum ein-
staklingi almenn þekkingarvísindi, til
þess að von sé til, að hann verði hæfur
til menningarlífs, eru þá nokkur lík-
indi til, að hann muni læra af sjálfs-
dáðum það, sem erfiðara er og vand-
skildara: lögmál siðgæðis og ham-
ingjusamlegs lífs? Er þá ekki jafnáríð-
andi skylda og nauðsyn hverrar kyn-
slóðar að innræta þeim, sem landið
eiga að erfa allt það, er hún veit æðst
og bezt í þeim sökum?
Mér finnst þetta líka liggja í aug-
um uppi!
Og hér kemur enn fleira til greina.
Það þarf enginn að ætla, að hugur
þess barns, sem af misskildu frjáls-
lyndi hefur verið vanrækt að veita
trúarlegt og siðferðilegt uppeldi, verði
fram eftir öllum aldri óskrifað blað
um trú og lífsskoðun. Sé því ekki
kennt að trúa á sannan guð, trúir það
á rnammon eða eitthvað annað, sem
það gerir að guði. Sé barninu bannað
að kynnast Jesú Kristi og virða hans
kenningu, fær það sér annan leiðtoga.
Vitandi eða óafvitandi drekka börnin
í sig hugsunarhátt þeirra, sem þau
umgangast, og hafi þeim aldrei verið