Heimili og skóli - 01.12.1944, Page 15

Heimili og skóli - 01.12.1944, Page 15
HEIMILI OG SKÓLI 91 VALD. V. SNÆVARR: Ég lít um öxl (Kafli á framsöguræðu á haustfundi Kennarafélags Eyjafjarðar.) I. — — — Þegar minnzt er á starfs- reynslu frá nokkrum áratugum, getur varla öðruvísi farið en svo, að mörgum myndurn skjóti upp, bæði glöðum og döprum, dökkurn og ljósum, bæði góðminningum og öðrum, sem gott væri að geta gleymt. Það er misjafn- lega bjart yfir minningum mínum frá þessu og hinu kennsluárinu. Eg vissi lengi vel ekki, hverju það sætti, en nú þykist ég vita það. Það lýtur föstu, ákveðnu lögmáli: Því meiri trú- mennsku, alúð og skyldurækni, sem ég lagði við starfið, því bjartarí minning- ar á ég um það og tfrá því. Því miður — ef satt skal segja — logaði eldur áhuga, trúmennsku og skyldurækni — þessara þriggja höfuðdyggða hvers kennara — ekki ætíð jafnglatt á arni hjartans. Ég harma það mjög sárlega, að þar skuli nokkru sinni hafa kennt fölskva, þó að úr því verði ekki bætt héðan af, enda skal ekki frekar um það rætt. Þó kynni þeim, sem sæmi- lega eiga mörg kennsluár framundan, hollt að geyma þessa játningu í góðu minni, og læra af lrenni að gæta sín. II. — — — Ég get ekki kornizt h já því að fara nokkrum orðum um daglega starfstilhögun kennara, og vil ég þá fyrst segja þetta: Hver kennsludagur byrjar að mínu áliti eiginlega kveld- inu áður, þó að fjarstæðukennt kunni að þvkja. Þá fer einn þýðingarmesti þáttur allrar kennslunnar fram, en það er undirbúningur kennarans sjálfs. Fyrst er að velja sálm eða ljóð til morgunsöngs, því að morgunsöng í einhverri mynd má aldrei vanrækja að skaðlausu. Það er meira vandaverk að velja morgunljóðið en virzt getur í fljótu bragði. Lagið, sem notað er, hef- ur líka sitt að segja. Það má ekki kasta höndum að því að velja það. Lag og Ijóð getur verið nokkurs konar stefnu- skrá dagsins, senr gott er að vísa til við og við í kennslustundunum. Ég minn- ist tveggja versa eftir Davíð Stefánssotr frá Fagraskógi, sem ég notaði svo oft. Ég varði talsverðum tíma til þess að útskýra þau fyrir börnunum, en aldrei sá ég eftir því. Versin söng ég undir laginu: A hendur fel þú honum, og það var áreiðanlegt, að þau „skildu mikið eftir hjá börnunum". Versin eru svona: Það boðar líf að læra og Ijós að stefna hátt, og því skal þakkir færa og þroska hugans mátt. Þeim opnast ótal vegir, sem upp á tindinn fer, og lengra andinn eygir en auga mannlegt sér. Sá einn, sem áfram sækir á andans þyrnibraut,

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.