Heimili og skóli - 01.12.1944, Síða 17

Heimili og skóli - 01.12.1944, Síða 17
HEIMILI OG SKÓLI 93 sem þær gátu íengið og lögðu þá að fótum Krists. Það væri kalt kennara- hjarta, sem ekki viknaði þá. — . . IV. ----— Ekki get ég skilið svo við þetta mál, að eigi fari ég fáum orðum um skriftarkennsluna í fullnaðarprófs- bekkjunum. Henni hagaði ég jafnað- arlega á þann hátt, að ég lét nemend- urna vinna að einhverjum hagrænum efnum í þeim tímum. Meðaf skriftar- efnanna má nefna: Auglýsingar um margs konar efni, ýmist með stórri eða smárri skrift og stundum með breyttri leturgerð. Tilkynningar, fundarboð, margs konar umsóknir, útfylling al- gengra eyðublaða, sendibréf, símskeyti um margvísleg efni, flygibréf með póst- og fragtsendingum, viðskipta- reikningar, færa vinnubækur o. fl. o. fl. Ég verð að halda, að þetta hafi ver ið ,,spor í rétta átt“ og því var líka mjög vel tekið. Nemendunum fór yf- irleitt vel fram í skrift og smekklegum frágangi, og lærðu ýmislegt, sem þeim kom að gagni í lífinu síðar meir. V. ------Reynzla mín í og af kennslu- starfinu hnígur öll í þá átt, að þegar mikið er lagt fram, má vænta mikillar uppskeru. Ekki vil ég draga fjöður yfir það, að erfitt reyndist mér kenn- arastarfið. Svo erfitt, að ég náði ekki fullu aldurstakmarki — 65 ára aldri — áður en læknar töldu rétt, að ég hætti kennslu. Sömufeiðis játa ég, að marga andvökunóttina lögðu 42 kennsluár mér til og í margs konar stríði átti ég við fjárveitingavöld, forefdra, skóla- .nefndir, námslöt og siðlítil börn o. s. frv. Ekki ætti ég héldur að gleyma ,,pólitíkinni“, sem oft olli erfiðleikum og torveldftði starfið, eins og gengur svo víða. Þá var og hinn þröngi fjár- hagsstakkur, sem kennarastéttinni hef- ur oftast verið skorinn, ærið tilfinnan- legur fjölskyldumanni. Það var oft freistandi að vanrækja a. m. k. undir- búninginn, en verja stundunum, sem til hans fóru, til fjáröflunar. Og svo eru hin sáru og tíðu vonbrigði, er nemendunum verður minna úr lífinu en kennararnir vontiðu, óskuðu og jafnvel bjuggust við. En hins vegar eru líka margar gleðistundirnar, þeg- ar vonirnar rætast og árangur af erf- iðu starfi kemur í ljós. Ég hika því ekki við að segja það, að væri ég nú orðinn ungur og grannvaxinn í annað sinn og hefði þá reynzlu, sem ég hef nú hlotið af og í kennslustarfinu, þá myndi ég eigi heldur hika við að velja mér það að lífsstarfi og fórna því öllu. Ég veit þó, að erfiðleikarnir eru marg- faldir og óðum að margfaldast. Ég veit líka, að ýmsir góðir og gegnir menn efast um, hvort árangurinn svari til fyrirhafnarinnar og útgjald- anna. En bili ekki kennarastéttin, þá hygg ég, að jafnan megi nokkurs árangurs vænta. Fari hins vegar svo, að stéttin beri ekki gæfu tif að gera stórar kröfur til sjálfrar sín um trú- mennsku, alúð og skyldurækni í starf- inu, þá má hún hvorki vænta árangurs né ánægju í eða af starfinu.-------

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.