Heimili og skóli - 01.12.1944, Page 20

Heimili og skóli - 01.12.1944, Page 20
96 HEIMILI OG SKÓLX Gakktu bara áfram: Hann er ó- breytanlega sá næsti um alla eilífð.“ Með öðrum orðum: Vizkusteinninn er merkisteinn, sem er hjá leið okkar allra. Það er alltaf næsti steinn. Það liggur sama hugsun að baki því og ís- lenzku landslagsmyndinni: Ef gengið er upp á fjall, sýnist alltaf næsti hjall- inn vera sá efsti. En þegar komið er upp á hann, þá er önnur hjallabrún þar fyrir ofan. Ef við gerum myndina íslenzka, gætum við eins sagt: Vizku- steinninn er alltaf næsti hjalli. Hann er hið knýjandi afl, sem knýr áfram, hvort sem fetað er upp fjallshlíð eða bekk úr bekk í skóla. Því að talið er, að mennirnir þroskist aðeins við þá áreynslu, sem þeir drýgja til að ná einhverju ákveðnu takmarki, en alls ekkert við það að nema staðar á á- fanganum sjálfum. En til eru menn, sem telja þekking- arleit skólanna, leitina að vizkustein- inum, of einhæfa. Eins og mennirnir eru fæddir til hins tímanlega lífs, ern þeir einnig fæddir með hinu eilífa eðli. En hin vestræna menning hafnar hinu eilífa eðli í reyndinni. Þó hafa flestir trúarbragðahöfundar og spek- ingar boðað mönnunum, að hamingja mannsins búi hið innra með honum sjálfum. Hugsunarháttur, breytni og uppeldi hins vestræna nútímamanns sveigist meir og meir á sveif með efnis- hyggjunni. Mönnum er kennt, að komast áfram í heiminum sé það, að komast til valda og metorða, þótt þeir að andlegum þroska standi í stað. — Þetta er ekki svo undarlegt, ef það er rétt, sem Anker Larsen segir á einum stað: „Heiminum stjórna þeir 99%, sem aldrei hafa heyrt hljóm eilifðar- klukknanna — eða gleymt honum.“ Bezt er, ef unnt væri, að sameina þessa tvo þætti í þroskaleitinni þann- ig, að jafnframt og lifað er í þessum heimi og leitazf við að öðlast skilning og þekkingu á honum, — Þá sé jafn- framt hlúð að hinu eilífa eðli og hlust- að á hina innri rödd. En hér er sem víðar vandratað meðalhófið, bæði fyrir skóla og aðra uppalendur. I sögunni „Marta og María“ hefur Anker Larsen sagt frá ofurlitlu ævin- týri til skýringar á því, hve mönnum hættir við að dæma allt eftir ytra út- liti, en virða lítils það starfandi, and- lega líf, sem á bak við býr. María var fátæk sveitastúlka, draumlynd, en síður hneigð til verka. Hún unni pilti, sem hafði gengið í skóia með henni, þegar þau voru 'börn. Hann hét Karl. Hann gekk menntaveginn og leiðir þeirra skildu. Þegar hann hafði náð kennaraprófi, var hann kennari við sveitaskóla í 2 ár. Á þeirn árum kynntist hann leik- konu, sem var ímynd sýndarmenning- arinnar. Hún heillaði hug hans, og kitlaði metorðagirnd hans. Hann gjörbreyttist og þráði nú það eitt, að komast til metorða og valda. Hugsjón- ir Maríu stjórnuðu ekki lengur þroskaferli hans, — nú voru það hug- sjónir leikkonunnar. Hann las um skeið við háskóla, fór svo að gefa sig að stjórnmálum og gerðist duglegur flokksforingi. Hann hækkaði og hækk- aði í stöðu sinni, gekk að eiga stúlku af tignum ættum, og sat loks í einu af æðstu embættum landsins — ráð- herrastólnum. María gat ekki gleymt honum, og fyrir henni var hann alltaf sami gáfaði,

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.