Heimili og skóli - 01.12.1944, Qupperneq 24
ÍCO
HEIMILI OG SKÓLI
Bækur.
I. Barnasálmar og ljóð. —
Útg. Ó. J. Þorláksson Siglu-
firði.
II. Barnasálmabók. — Gefin
út að tilhlutan Prestafélags
Islands.
Þessum bókum verður ekki íundið
það til foráttu, að þær liafi að tilefnis-
lausu verið út gefnar. Urn hina fyrri
segist útgefanda svo frá, að hann hafi
„rokið í að gefa út þetta bókarkorn“
út úr ráðaleysi. Ég veit, að hér er farið
með satt mál. Svona bækur hefur lengi
vantað, bæði til notkunar í skólum og
við barnaguðsþjónustur. Mér til stórr-
ar ánægju verð ég að segja, að mér
f innst, að úr þessari vöntun sé að
flestu leyti prýðilega bætt með þessum
bókum. Ég tel þær líklegar til að
vinna sér almennar vinsældir, þegar
farið verður að nota þær. „Barna-
sálmar og ljóð“ séra Óskars eru í
minna broti en „Barnasálmabókin“,
en frágangur beggja er svipaður.
Pappírinn er ágætur og prentið skýrt.
Ef til vill mætti segja, að letrið væri
full smátt á þeim báðum fyrir yngri
börnin, en tæplega hygg ég þó, að það
komi að sök. Báðar bækurnar eru
heftar í stífar kápur, og er mynd af
Siglufjarðarkirkju framan á kápu „Bs.
og lj.“. Kann ég því hið bezta. því að
það er „sálmabókarlegra“. — í „Barna-
sálmum og ljóðum“ eru 52 sálmar og
sálmavers og 17 erindi úr ljóðurn ým-
islegs efnis, þó aðallega ættjarðar- og
náttúrul jóðum. í „Barnasálmabók-
inni“ eru 107 sálmar og vers, en engin
almenn ljóð. Hins vegar er allnáið
samband milli hinna nýju Biblíu-
sagna og „Barnasálmabókarinnar“ og
er oft vísað þar á sálma og vers. Að því
er kennurum og nemendum mikið
hagræði og mætti þó halda lengra í þá
áttina í næstu útgáfum. Eins og gefur
að skilja. eru langflestir sálmanna í
báðum bókunum úr Sálmabók þjóð-
kirkjunnar. En nokkurt efni er einnig
sótt í „Passíusálmana", ,.Barnasálma“
sr. V. Br. o. fl. sálmasöfn. Um 40
sálma og vers hafa báðar bækurnar
sameiginlega, en sérefni „Barnasálma
og ljóða“ eru 10—11 sálmar, auk ljóð-
anna, en sérefni „Barnasálmabókar-
innar“ eru 60—70 sálmar og vers. —
Allvíða eru sálmar styttir hjá báðum,
og fer styttingin stundum sitt á hvað
hjá hvorum. Styttingarnar eru gerðar
ai varfærni og smekkvísi nær undan-
tekningarlaust, en vera má, að hér
sannist hið fornkveðna að „enginn
geri svo öllum líki“. — Af hinu sam-
eiginlega efni bókanna kemur varla
til mála að fella nokkuð sem teljandi
er niður í næstu útgáfu. Svo sjálfsagt
er það í barnabókum. En af sérefni
beggja vildi ég dálítið fella og taka
upp í þess stað nokkra sálma og vers,
sem í hvorugri bókinni er að finna. í
formála „Barnasálmabókarinnar" ráð-
gerir próf. Ásmundur Guðmundsson
„endurskoðun og nýja útgáfu áður en
langt um líður bæði á biblíusögunum
og barnasálmabókinni.
Þá ætti að gefast tækifæri til smá-
breytinga, sem ef til vill mættu teljast
til bóta. Ennfremur ætti þá að at-
huga enn betur en orðið er um sam-
band barnasálmabókarinnar og krist-
infræðakennslunnar. — Með þessum
fáu orðum vildi ég vekja athygli al-
mennings, og sérstaklega kristinfræða-