Heimili og skóli - 01.12.1944, Page 25

Heimili og skóli - 01.12.1944, Page 25
HEIMILI OG SKÓLI 101 I Úr ýmsum áttum | Sx$x$x$x$x$x$x$^^KÍx^^x$^x^>^<$^x^ Er það æskilegt? Kona skrifar Heimili og skóla meðal annars: ----..Þegar ég var í barnaskóla fyrir tæpum 40 ..árum, var það siður, að börnin voru látin þéra kennarana. Nú skilst mér, að þessi siður sé niður lagður og tel ég það illa farið. Þessa sjálfsögðu kurteisi á að vísu að kenna í heimilunum, en rskólarnir geta þarna veitt mikilsverða aðstoð, með því að krefjast þess, að börnin þéri kenn- arana. Geri skólarnir það, fer ekki hjá því, að börnin læri þetta fljótlega og verður þeim þetta þá eðlileg kurteisi, sem hefur góð áhrif á fram- komu þeirra alla. Vegna þess, að ég veit, að börnin hafa gott af þessari þjálfun í kurteisi, mælist ég til, að allir kennarar taki upp þann sið að láta börnin þéra sig og byrji á því í fyrsta bekk skólans." Hvað segja foreldrar og kennarar um þessa 'tillögu? Ný barnastúka. Félagslíf barna og unglinga er merkilegt upp- eldislegt viðfangsefni. Enda hafa kennarar mjög farið að gefa sig að þessari uppeldisstarfsemi á síðari árum, og er það vel, því að í félagsstarfi barna birtast oft ýmsir merkilegir hæfileikar, sem ekki verður vart við inni í skólastofunni. Fyrirferðarmestu félagssamtök barna hér á landi eru barnastúkurnar og skátafélagsskapurinn, kennaranna, á þessum prýðilegu bók- um. Ég efast ekki um, að þeir taka þeim vel. Sölu þeirra ætti að vera borgið, ef þær „komast inn í skólana", enda ætti Ríkisútgáfa námsbóka að sjá sóma sinn í því að greiða þeim götu til hvers skólabarns. Hafi útgefendur og safnendur þökk fyrir gott starf! sem bæði eru góð. þroskandi og uppalandi, hvort á sína vísu. Fyrir skömmu stofnaði Sigurður Gunnarsson, skólastjóri á Húsavík, barnastúku þar á staðn- um, er hlaut nafnið Pólstjarnan. Stofnfélagar voru 100, en gæzlumenn eru Sigurður Gunnars- son skólastjóri og Jóhannes Guðmundsson, kenn- ari. Til marks um þátttöku kennara í stúku- félagsstarfseini má geta þess, að um 40 skóla- stjórar og kennarar barnaskóla eru gæzlumenn barnastúkna víðs vegar um landið. Merk kona látin. Fyrir skömmu er látin frú Sigrún P. Blöndal, forstöðukona húsmæðraskólans að Hallormsstað, rúmlega sextug að aldri, ein hin gáfaðasta og menntaðasta kona þessa lands. Þótt frú Sigrún félli frá mörgum óleystum verkefnum, bar hún þó gæfu til að sjá stærsta og fegursta draum sinn rætast, en hann var sá, að reisa skóla og uppeld- isstofnun fyrir ungar stúlkur á æskuheimili sínu, skóla á þjóðlegum og kristilegum grund- velli, er byggi ungar stúlkur undir sitt veglega húsmóður- og móðurstarf. En þó að frú Sigrún væri búin að gera þennan draum að veruleika, leit hún þó aðeins á þetta sem byrjunarstarf, annað og meira átti að koma á eftir. Hún hafði þegar hafið undirbúning að miklum bygginga- framkvæmdum og eitt af áformum hennar var að reisa veglega kapellu, er vera skyldi minnis- yarði manns hennar, Benedikts G. M. Blöndal, er féll á voveiflegan hátt fyrir aldur fram fyrir nokkrum árum. Nú er vonandi, að einhver taki upp merkið, þar sem það féll og byggi ofan á þá undirstöðu, sem frú Sigrún hafði lagt. Getur þá kapellan fagra í skógarlundinum á Hallormsstað orðið minnisvarði þeirra beggja, þessara merkis- hjóna, sem gerðu þennan garð frægan. Fögur kapella og góður og þjóðlegur skóli, það yrði verðugur minnisvarði yfir Blöndalshjónin, sem bæði voru höggvin úr bjargi hinnar þjóðlegu og kristnu menningar. V. Sn.

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.