Heimili og skóli - 01.02.1949, Blaðsíða 9
HEIMILI OG SKÓLI
5
gangi og viðhaldi fellur og stendur hið
rétta samanbit, þ.e. a. s. óskert tanna-
röðin að ofan og neðan.
Þessum jaxli er mjög hætt við
skemmd og er nauðsynlegt að hafa
mjög gott eftirlit með honum. Hann
getur meira að segja skemmzt á meðan
hann er að komast upp á sinn rétta
stað. Ef þessi tönn er tekin snemma,
veldur hún ruglingi hjá hinum tönn-
unum. Þær fara að hreyfast til, sumar
fram, aðrar aftur í munninum. Það
geta myndast bil á milli sumra, aðrar
geta hallast svo eða snúist til, að þær
missi sína réttu og eðlilegu snertingu
við næstu tennur.
Um tannskemmdir er það að segja,
að enn í dag er ekki að fullu upplýst
hver er hin fyrsta orsök til tann-
skemmda.
En yfirleitt eru allir þeir. sem rann-
sakað hafa þetta, á þeirri skoðun, að
rangt mataræði sé þar meginorsökin.
Of mikið af hreinsuðum og fínmöluð-
um kolvetnum fkorntegundum), skort-
ur á vítamínum og nauðsynlegum
steinefnum í fæðunni eru talin valda
skemmdum í tönnum og tannholdi.
Ef í fæðunni er mikil sterkja eða fín-
malað korn, t. d. hveiti, þá klessist það
inn á milli tannanna og er illt að
hreinsa það burtu. Ýmis efni í munn-
vatninu ("eins konar meltingarvökvar),
ásamt bakteríum, umbreyta sterkjunni
í sýrur, sem geta leyst upp glerunginn,
og þá er greiður aðgangur fyrir bakter-
íur inn í tannbeinið, og skemmdin
hefst. Annað, sem veldur upplausn á
glerung og kalki, eru súrir ávextir, t. d.
sítrónur, einnig ýmis konar hart sæl-
gæti. Ef þessa er neytt að nokkru ráði,
veldur það miklum tannskemmdum.
Fæðan á helzt að vera gróf og hörð,
ekki of soðin, t. d. grænmeti.
Gróf fæða hreinsar tennurnar oft
eins vel og tannbursti, þó að hann sé
annars ávallt jafn nauðsynlegur. Hörð
fæða stælir tennurnar og tannholdið,
og ylirleitt þá vefi, sem eru í kringum
tennurnar. Eins og gefur að skilja,
þurfa tennurnar, eins og aðrir hlutar
líkamans, hæfilega stælingu og æfingu,
til þess að geta verið hlutverki sínu
vaxnar. Það er ófrávíkjanleg staðreynd,
að sá hluti líkamans, sem ekki fær hæfi-
lega áreynslu, en er látinn liggja í leti,
iiann hrörnar fyrir aldur fram og verð-
ur ekki ætlunarverki sínu vaxinn.
Sú fæða, sem er æskilegust fyrir stæl-
ingu tannanna er ýmiss konar græn-
meti með seigum tægjum og má ekki
vera ofsoðið, gróft brauð úr heilhveiti
eða rúg og helzt skorpur. kjöt og harð-
fiskur ásamt annarri fæðu, sem inni-
heldur nægilega mikið af vítamínum
og málmsöltum.
Seinni hluta vetrar og á vorin er
fæða okkar Islendinga fremur snauð
af C-vítamínum. Þá eru það kartöfl-
urnar og mjólkin, sem við verðum að
reiða okkur á, en það má ekki vera of-
soðið eða meðhöndlað á þann hátt að
vítamínin séu eyðilögð. C-vítamín-
skortur veldur bólgum og blæðingu í
tannholdi eða skyrbjúg. Annars eigum
við í fórum okkar ágætan vítamín-
gjafa, þa^ sem er þorskalýsið, og þess
ætti hver maður að neyta. Þar fáum
við A- og D-vítamín.
Forfeður okkar höfðu góðar tennur,
ef dæma má eftir tönnunum í þeim
hauskúpum, sem grafnar hafa verið
upp nú á síðari tímum. Þar var yfir-
leitt ekki um skemmdir að ræða, en