Heimili og skóli - 01.02.1949, Side 20

Heimili og skóli - 01.02.1949, Side 20
16 HEIMILI OG SKÓLI VIÐ ÁRAMÓT Um leið og tímaritið Heimili og skóli hefur nú í áttunda sinn för sína til kaupenda sinna, vilja útgefendurn- ir flytja þakkir öllum þeim, sem greitt hafa götu þess á undanförnum árum. Þeir eru orðnir margir, sem á einn og annan hátt hafa sýnt því velvild og stuðning. Nú síðast á árinu, sem leið, hafa nokkrir karlar og konur unnið dyggilega að útbreiðslu þess. Má þar til nefna, Steingrím Bernharðs- son skólastjóra í Dalvík, sem útveg- aði ritinu 30 nýja kaupendur, Her- vald Björnsson skólastjóra í Borgar- nesi með 25 nýja kaupendur, frú Sig- ríði Vilhjálmsdóttur Egilsstöðum og Hermann Eiríksson skólastjóra í Keflavík nteð 15 kaupendur hvort, frú Steinunni Bjartmarsdóttur kennslukonu Rvík með 11 nýja kaup- endur og enn fleiri árið áður, auk ýmissa annarra, sem aukið hafa kaup- endafjöldann, þó í smærri stíl sé. Öllu þessu fólki vilja útgefendur ritsins flytja beztu þakkir. Eins og kunnugt er, er ritið aðal- lega helgað uppeldis- og skólamálum. Leikur það vart á tveim tungum, að þau mál séu ein hin mikilvægustu og um leið hin vandasömustu til úrlausn- ar. Það ættu því allir að geta verið sammála um, að fræðsla og umræður um þau mál séu all-þýðingarmikil og geti haft veruleg áhrif á þau til heppi- legra úrlausna. Heimili og skóli er eina tímaritið hér á landi, sem stofnað var til stuðnings og umræðna um upp- eldismál þjóðarinnar. Hefir það á undanförnum árum flutt margar at- hyglisverðar greinar um þau mál, eft- ir ýmsa góða menn, bæði innlenda og erlenda. Ennfremur hefur í ritinu mjög oft verið rætt um samstarf þeirra stofnana í landinu, sem uppeldi barna og unglinga aðallega livílir á, en það eru heimilin og skólarnir. Mun ritið framvegis, sem hingað til, verða vett- -,'angur umræðna um þessi vandasömu. cn þýðingarmiklu mál og heitir á alla þá karla og konur, sem áhuga hafa á uppeldismálum, að leggja því lið, með því meðal annars, að senda því efni til birtingar og vinna að útbreiðslu þess. Heimili og skóli hefir á undanförn- hafa lagt árar í bát, kúguð og skóla- þreytt, endurheimta glaölyndi sitt, og þeim fer að þykja vænt um skólann. Börn, er hafa sökum sífelldra ó- sigra í glímunni við efnið reynt að láta til sín taka á öðrum sviðum, eru orðin óróleg, hávaðasöm, truflandi og óróagjörn, svo að til vandræða liorfir, komast oft inn á eðlilega braut í nýja bekkjarþjóðfélaginu. í í samræðum, sem við sálfræðingarn- ir eigum við foreldrana, heyrum við enga setningu eins oft og þessa: — Barninu hefur hingað til leiðst að ganga í skóla, nú þykir því vænt um skólann sinn. Ólafur Gunnarsson þýddi. Rasmus Jakobsen lætur þess getið í sambandi við þessar greinar sínar, að hann sé fús að svara fyrirspurnum varðandi efni þeirra.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.