Heimili og skóli - 01.02.1949, Síða 15
HEIMILI OG SKÓLI
11
þagga niður í okkur strákunum). Og
þar fengum við löðrung, þegar faðir
okkar stóðst ekki lengur mátið. En
stundum lágum við þar í kyrrð og
næði og horfðum á eldri systur okkar
við friðsamleg störf.
í þessu sarna eldhúsi vann ég fyrstu
handarvikin og las fyrstu bækurnar
mínar.
Fyrsta handavinnan, sem ég fékkst
við, var að bursta skó.
Hver er sá, sem nú lærir „handa-
vinnu“ með öðrum námsgreinum, að
honurn sé kennt þetta nauðsynjaverk
að gagni?
Ég fullvissa yður um, að ég tamdi
mér þessar alkunnu handavinnu-
dygðir: reglusemi og nákvæmni, og
án þess, að nokkur væri að berja þær
inn í mig sem uppeldisfræðilega
nauðsyn. Ég tamdi mér þær einvörð-
ungu af áhuga.
Hafið þér nokkurn tíma burstað
skó? Ég á ekki við það, hvort þér haf-
ið burstað af skónum yðar svona í
eitt og eitt skipti, heldur hvort þér
haíið haft skólaburstun að starfi. Á
hverjum laugardegi var heil röð af
skóm handa mér að bursta.
Karlmenn og drengir höfðu í þá
daga háleggja-skó — lágir karlmanns-
skór voru þá ekki til —. Það voru háir
skór, reimaskór og venjulegir skór,
sem stóðu þarna í röð og reglu. Kven-
fólkið gekk á dúkskóm, hælalausum,
svo að þá þurfti ekki að bursta.
Þessi röð af skóm og stígvélum var
falleg sjón.
Fyrst raðaði ég þeim hárrétt eftir
stærð. Öðrum megin voru skórnir af
yngstu systur minni, og yzt hinum
megin skór föður míns eða elzta bróð-
ur míns.
Ég man enn þá, hver nautn mér var
að sjá þessa löngu röð. Það var eins og
og ég hefði allt fólkið fyrir framan
mig.
Eg byrjaði á því að bursta öll ó-
hreinindin af skónum, og þegar því
var lokið, bar ég svertuna á.
Skósvertan var í grárri leirkrukku
(skósvertudósir voru þá ekki til.)
Þá tók ég hvern skóinn eftir annan
og burstaði, þar til hann gljáði allur.
Og til viðbótar tilfinningu um röð
og reglu, vaknaði nú fegurðartilfinn-
ingin líka.
Þegar allur hópurinn var svo kom-
inn aftur í sömu röð og skartaði þarna
gljáandi í eldhúsinu, þá var þetta svo
fagurt á að líta, að ég fylltist aðdáun.
Félagið „Fegurðin og kennslan“
hefur áreiðanlega ekki enn þá látið sér
detta neitt í hug um þessa fegurð, þó
að þarna væru komin þrjú frumatriði
fegurðarinnar: rétt skipun eða niður-
riiðun, hreinindi og gljái.
Hver hafði opnað augu mín og
hjarta fyrir þessum hlutum?
Ég veit það ekki. Ef til vill getur
uppeldisfræðin ekki bent á neina or-
sök. Ef skyn á þessum hlutum væri
ekki áskapað mönnum, hvernig mættu
þeir þá öðlast það?
Fyrir skömmu sá ég við þjóðveginn
5 ára gamla flökkulýðs-telpu leika sér
að leirbrotum og glerjum, sem hún
hafði víst tínt upp af götunni. Hún
lagði þessa dýrgripi sína í fallegar rað-
ir — eins og ég skóna mína — og henni
var nautn að þessari sjón. Hver hafði
kennt henni þetta?