Heimili og skóli - 01.10.1951, Side 19
HEIMILI OG SKÓLI
95
komast í kynni við barnaverndar-
nefndir og kirkjulega aðila.
í leiguíbúð í New York fæddust
tveir bræður með árs millibili. Þeir
léku sér í sömu húsasundum, með
sömu félögum, sama móðirin vatr-
rækti báða og sami faðirinn skeytti
skapi sínu á þeim báðum. Annar
þeirra varð glæpamaður og morðingi.
Hinn varð leynilögreglumaður, sem
hlaut það þungbæra hlutskipti að
þurfa að draga bróður sinn fyrir lög
og dóm. Hvað réð þessum ólíku ör-
lögum?
Mikill meiri hluti drengja, sem
fæddir eru við slæm skilyrði og aldir
upp af slæmum foreldrum, verða nýtir
þjóðfélagsþegnar. Hver er þá munur-
inn á meirihlutanum, sem reynist vel,
og hinum fáu, sem lenda á villigötum?
Tilgangurinn með rannsóknum Glu-
eckhjónanna var að finna þá megin-
þætti, sem eru sameiginlegir öllum af-
brotaunglingum.
I tíu ár unnu þau hjónin að þessum
rannsóknum. Þau völdu sér til rann-
sóknar 1000 drengi. Helmingur þeirra
voru „góðir“ drengir, bæði á heimili
og í skóla. Hinir 500 höfðu komizt í
hendur lögreglunnar — flestir dæmdir
o o
til vistar á betrunarheimilum eftir að
dómarar, læknar og barnaverndar-
nefndir höfðu árangurslaust reynt að
hjálpa þeim.
Þau hjónin ákváðu að flokka sam-
an drengina tvo og tvo, að svo miklu
leyti sem unnt var, sinn úr hvorum
hópi. Þeir voru ,,paraðir“ saman eftir
aldri, gáfnafari, uppeldisaðstæðum o.
fl. Óknyttadrengur úr íjölskyldu, sem
greiddi 26 dali í húsaleigu, var settur
við hlið ,,góðs“ drengs úr fjölskyldu,
sem greiddi sömu húsaleigu; Grikki
var settur við hlið Grikkja og stjúp-
sonur við hlið stjúpsonar, Drengirnir
voru vegnir, mældir og ljósmyndaðir.
Þeir voru læknisskoðaðir, greindar-
prófaðir og skoðaðir af sálfræðingum
og taugalæknum. Fjölskyldulíf þeirra
var rannsakað, svo og persónusaga
þeirra.
Upp úr þessum aragrúa staðreynda
stígur furðuleg mynd: hin samsetta
mynd afbrotaunglingsins. Þessi mynd
er að líkamsgerð, lunderni og skap-
gerð næsta ólík þeirri mynd, sem við
höfum gert okkur af afbrotaungling-
um. Það eru í henni svo margir eigin-
leikar, sem stuðlað gætu að manndómi
og heillaríkum þroska, ef þeim væri
beint inn á aðrar brautir!
Sú hefðbundna hugmynd, að af-
brotaunglingur sé vanhirtur og van-
nærður vesalingur, er ekki í samræmi
við veruleikann; miklu líklegra er, að
hann sé íþróttamannslega vaxinn.
Hann ber síður en svo merki vaneld-
is; hann er hærri og þyngri en jafn-
aldrar hans meðal „góðra“ drengja.
Hann er karlmannlegri, vöðvastæltari,
herðabreiðari og þróttmeiri. Þessi
íþróttamannslega mynd af afbrota-
unglingnum á ekki aðeins við undan-
tekningar. „Hún er þvert á móti at-
hyglisvert líkamlegt samkenni þeirra,“
segja höfundar skýrslunnar.
Niðurstöður heilbrigðisskoðunar
eru jafnóvæntar. Afbrotaunglingurinn
er ekki afsprengi líkamlegra sjúkdóma
eða veiklunar. Það er „lítilf sem eng-
inn munur á almennri heilbrigði
hinna tveggja hópa.“ Að einu undan-
teknu: handtak afbrotaunglingsins er
fastara, ber vott um meiri lífsþrótt.