Heimili og skóli - 01.10.1951, Page 25

Heimili og skóli - 01.10.1951, Page 25
HEIMILI OG SKÓLI 101 Þeir foreldrar, sem eiga börn af þess- ari manngerð, eru hamingjusamir. Það eru góðu börnin, sem eru bæði viðmótsgóð og hlýðin. Og oft ber mik- ið á kærleikseðlinu hjá blessuðum börnunum, og einnig hinu, að oft er fljótt að skipast veður í lofti. En með þessum börnum þarf að glæða sem bezt sjálfstæða og rétta hugsun, og örfa viljann, svo að jafnvægi fáist í sálar- lífið. Þriðji geislinn er rauðgulur. Þetta er hugrænn geisli og þeir, sem teljast til hans, beita hugsun og skilningi til að auka við þekkingu sína. Þeir þrá að skilja lífið og fyrirbrigði þess, og beita hugsun sinni til að ná því marki. Oft hneigjast þeir að heimspekilegum lieilabrotum. Venjulega eru þessir menn lipurmenni í allri umgengni. Allmargt skálda og listamanna telzt til þessa flokks, þótt ekki sé þetta sá eig- inlegi listamannageisli. Helztu gallar þessara manna er skortur á hugrekki. Börn, sem teljast til þessa flokks, og þrá að beita hugsun sinni, eru ein- hverjir beztu nemendur skólanna. Þau eru athugul og fróðleiksfús. Anægju- legt er fyrir foreldra að svala þekking- arþrá barna sinna og skýrá fyrir þeim það, sem hugur þeirra er að glíma við. Fjórði geislinn er grænn að lit og dá- lítið sérstæður. Þetta er geisli skálda og listamanna. Þær hugsjónir, sem einkenna þann flokk manna, sem fara þessa þroskaleið er samrœmi og fegurð. Þessum eiginleikum leita þeir eftir. Og séu örlög þeirra í lífinu að vinna að öðrum grófari störfum, eru þeir oft- ast ógæfusamir. Við könnumst í því efni við sorgarljóð skáldanna. Oft eru þessir menn gæddir ríku ímyndunar- afli og eru þá skapandi listamenn á einhverju sviði. Stundum eru þeir góðir fræðarar. Helzti galli þeirra er oft sjúkleg nautnaþrá. Við þurfum ekki lengi að leita til að finna drykk- fellda listamenn, sem leita unaðar og samræmis í ógleymi Bakkusarveiga. Má í því sambandi nefna Kristján Jónsson og Jónas Hallgrímsson. Talið er, að eðli græna geislans standi í nánu sambandi við náttúr- una. Enda eru viðskipti listamannsins við náttúruna mikil og margvísleg. Má í því sambandi nefna listmálarana. Þá eru skáldin oft í nánu sambandi við móður náttúru og lýsa því, sem þau skynja þar. Sjálfsagt er fyrir foreldra og kenn- ara að hlynna að listhneigð barna, ef vart verður við líana. Kemur hún oft fram í áhuga fyrir að teikna myndir, eða ánægju við söng og hljóðfæraslátt. Eitt af sjálfsögðum boðorðum uppeld- isins er að glæða fegurðarþrá barnsins. Þegar litlu börnin í skólanum afhenda kennaranum fyrstu teikningarnar sín- ar, ber að taka við þeim með uppörf- andi orðum, því að enginn veit, nema að þar sé væntanlegur listamaður að afhenda fyrsta listaverkið sitt. Ég hygg að mikið skorti á, að listirnar séu not- aðar í þágu uppeldisins, svo sem æski- legt væri. Fimmti geislinn er indigóblár. I þessum flokki er meginatriðið leitin að sannleikanum. Þetta er geisli vís- indamannanna. Hann er að því leyti skyldur þriðja geislanum, að hér er leitin að þekkingunni aðalþáttur í eðli þeirra manna, sem teljast til þessa flokks. Sú manngerð þriðja geislans er andlegri í leit sinni. Hér eru það eink-

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.