Heimili og skóli - 01.10.1951, Síða 21

Heimili og skóli - 01.10.1951, Síða 21
HEIMILI OG SKÓLI 97 köstum og skjótum athöfnum í stað þess að bæla þær niður. Ef til vill opinberast mikilvægasti eðlisþáttur hans í sálgreiningunni, þegar vonir hans og draumar fara að koma í ljós. Afbrotadrengurinn býr yfir miklu sterkari ævintýraþrá en aðrir drengir. Allir drengir eiga sér slíka dagdrauma, en afbrotaungling- urinn trúir á þá; þörfin á hættum er honum ástríða, óslökkvandi þorsti. Áður fyrr gátu drengir strokið til sjós og att þar kapp við aðra menn og náttúruöflin. Eða þeir gátu slegizt í för með landnemum á vesturleið og svalað ævintýraþrá sinni í baráttu við Indíána og óblíða náttúru. Þannig er þetta ekki nú. Of oft virðast drengir halda, að ævintýraríkt líf sé aðeins að finna í lögbrotum. „Þessi greinilega lmeigð afbrota- unglinganna til ævintýralegra athafna, löngun þeirra í æsiþrungnar skemmt- anir“, segir í skýrslunni, „er ein merki- legasta niðurstaðan af þessum athug- unum.“ Til' að fullnægja þessari. löngun stelzt afbrotaunglingurinn í ferðir með strætisvögnum, lioppar upp á vörubíla og flækist um göturnar fram eftir á kvöldin. Hann leitar ununar í óknyttum og skemmdarverkum og byrjar að drekka um fermingaraldur. Þeir staðir, sem einkum laða hann og félaga hans að sér, eru höfnin, járn- brautagarðarnir, spilavíti, ódýrar danshallir og skemmtigarðar. Helm- ingur hinna 500 afbrotaunglinga voru virkir meðlimir í glæpafélögum, sem voru öll undir sterkri stjórn. Skýrslan afsannar þá almennu skoð- un, að afbrotaunglingurinn sé tældur til glæpa af slæmum félögum. Frá fyrstu bernskuárum leitar hann félags- skapar við drengi, sem eru jafnóstýri- látir og hann. Hann forðast „góða“ drengi, því að hann fyrirlítur þá. Við athugun á heimilum og fjöl- skyldum afbrotaunglinganna komu strax fram samkenni. Flestir ,,góðu“ drengjanna búa hjá föður og móður; afbrotaunglingarnir koma frá sundr- uðum heimilum — þar senr foreldr- arnir hafa skilið eða annað foreldrið dáið eða verið svift frelsi, og fleiri fjölskyldur þeirra lifa af styrkjum en fjölskyldur „góðu“ drengjanna. Heim- ili afbrotaunglingsins er sóðalegt, þrengsli mikil og hvergi hægt að vera út af fyrir sig. „Afbrotaunglingarnir," segir í skýrslunnni, „búa við áberandi verri húsakynni en hinir drengirnir." Og hér erum við komin nærri kjarna málsins. Mikilvægasti þátturinn í lífi sérhvers drengs er samband hans við foreldranna, einkum föðurinn. Þegar það raskast — eins og oft á sér stað, þar sem ríkja sóðaskapur og þrengsli —• er barnið í hættu. Ef faðirinn sýnir syn- inum andúð eða fyrirlitningu, er eins og stífla myndist í drengnum. Hann hefur djúprætta og ástríðufulla þörf fyrir að finna hljómgrunn fyrir til- finningar sínar hjá föðurnum; hann þarfnast fyrirmyndar og föðurlegrar vináttu. Ef þessari mannlegu þörf fyr- ir samsömun er ekki fullnægt heima, leitar hún fullnægingar annars staðar — hinn vonsvikni drengur tekur ef til vill að dýrka sterkasta og ófyrirleitn- asta strákinn í hverfinu. Skýrslan sýnir, að afbrotaunglingur- inn hefur lengi verið ósáttur við föð- ur sinn, en aftur á móti er samband,

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.