Heimili og skóli - 01.10.1951, Side 13
HEIMILI OG SKÓLI
89
LILJA SIGURÐARDÓTTIR:
Kristindómsfræðsla í norskum
barnaskólum
Síðast liðinn vetur var ég úti í Nor-
egi og fékk þá tækifæri til að kynna
mér lítið eitt barnaskólana og þá eink-
um tilhögun kennslu í kristnum fræð-
um. — Virtist mér Norðmenn leggja
mikla alúð við þá námsgrein og kenn-
arar yfirleitt áhugasamir um kristin-
dóm. Fannst mér eftirtektarvert, hvað
létt og eðlilega hann fellur inn í allt
kennslustarf þar.
Börn, sem koma fyrst í skóla, eru
sjaldnast byrjendur í kristnum fræð-
um. Það hafa sunnudagaskólarnir séð
um. En þá sækja langflest börn í Nor-
egi. Börnin eru í surinudagaskólanum
oftast frá 3—12 ára. Þar fer fræðsla
fram eftir vel skipulögðu kerfi, sem
sunnudagaskólasambandið annast, og
svipar mjög til kristinfræðikennsl-
unnar í barnaskólunum. Og þar sem
sunnudagaskólar eru starfræktir jafnt
í sveitum sem bæjum, er með þeim
oft fyrirbyggt, að þau börn, sem eru
undir handleiðslu áhugalítilla kenn-
ara og foreldra, fari á mis við kristin-
dómsfræðslu.
Kennsla í kristnum fræðum hefst
þegar í fyrsta bekk barnaskólans og
tveir tímar gefnir vikulega. — Flestir
kennarar skipta þeim þannig, að of-
urlítil stund verður daglega, en sjald-
an heill tími, til að forðast að þreyta
börnin.
Af eðlilegum ástæðum fá börnin
enga námsbók til að byrja með, eða
ekki fyrr en í 4. bekk. En eigi að síður
er farið yfir visst námsefni í yngstu
bekkjunum. Fer hér á eftir útdráttur
úr því.
1. Almætti Guðs og sköpunarverkið.
2. Kærleikur Guðs ('Jesús Kristur).
3. Syndafallið og vald mannanna til
að velja og hafna.
4. Hvernig Guð talar til vor í sam-
vizkunni.
5. Skírnin.
6. Boðorðin.
7. Faðir vor.
8. Gjafir Guðs, stærsta gjöfin, Jesús
Kristur.
9. Að biðja Guð og þakka honum.
10. Trúarjátningin.
Lögð er áherzla á að kenna þessi at-
riði í sem léttustu formi, svo að börn-
in geti fylgst með. Þá skal einnig setja
námsefnið þannig fram, að það snerti
börnin sjálf, t. d. smásögur úr daglegu
lífi. Þegar börnin fá svo námsbækur í
4. bekk, eru þau orðin talsvert kunn-
ug efni þeirra, og þau eru ánægð yfir
að fá nú sjálf að lesa og læra nánar um
það sama, sem þau áður hafa aðeins
heyrt af munni kennarans, t. d. sögur
úr lífi og starfi Jesú.
En þess er vandlega gætt, að ekki sé
farið of hart yfir.