Heimili og skóli - 01.10.1951, Side 18

Heimili og skóli - 01.10.1951, Side 18
94 HEIMILI OG SKÓLI Hví hneigjast sumir unglingar til afbrota? Eftirfarandi grein er tekin úr tímaritinu „Urval“, 4. hefti þessa árs. Höfundurinn, Fulton Oursler, skýrir hér frá rannsókn- um, sem verða að teljast mjög mikilvægar og girnilegar til fróðleiks fyrir alla þá, sem fást við uppeldi, og þá ekki sízt foreldra og kennara, og mér þykir vænt um, að í þessari grein er ýmislegt af því staðfest, eða færðar líkur fyrir, sem haldið hefur verið fram hér í ritinu. Ég vil því hvetja alla foreldra og kennara til að lesa grein þessa með gaumgæfni. — Ritstjórinn. Ef unnt væri að íinna efnin í af- brotaunglinga þegar á fyrsta skólaári — áður en þeir hafa nokkurntíma kast- að steinum í strætisvagnarúður, kveikt í húsum, hnuplað eða brotizt inn — mundi margri mannsævinni forðað frá glötun og þjóðinni spöruð þung fjár- útlát á ári hverju. Þessi gamli draumur sálfræðinga og uppalenda hefur þokazt drjúgum nær veruleikanum með nýútkominni skýrslu um vísindalegar rannsóknir á þessu vandamáli, sem Sheldon Glueck, prófessor í refsirétti og afbrotafræði, og kona hans, dr. Eleanor Touroff Glueck, hafa unnið að, en þau starfa bæði við lagadeild Harvardháskóla í Bandaríkjunum. Skýrsla þeirra varpar vonarbjarma á gátu þrjózkufullrar skapgerðar og ólæknandi hegðunar- galla. Einn af hverjum hundrað drengjum í Bandaríkjunum kemst undir lög- regluhendur; 280.000 drengir koma fyrir rétt á ári hverju; helmingi fleiri styrjalda fylgir alls konar lausung og taumleysi í lifnaðarháttum, svo sem skemmtanafýsn og nautnasýki. En þessi alda er svo sterk, að hún flæðir yfir öll lönd, einnig þau, sem ekki taka beinan þátt í styrjöldunum. En hvernig er svo ástandið hjá okk- ur í þessum efnum? Myndi þar ekki vera umbóta þörf? Um það liggja ekki fyrir hendi neinar skýrslur, en reynsl- an virðist benda á, að þar sé ekki allt eins og það á að vera. Þeir; sem hlusta á útvarpstilkynningar síðari hluta viku hverrar, gætu ímyndað sér, að ís- lenzka þjóðin væri „dansandi þjóð“. En hvað um það. Við skulum hafa aug- un opin og á foreldrunum hvílir þama sérstaklega mikill vandi. Þeir, heimili þeirra og heimilishættir marka þarna að nokkru brautina, þótt þeir séu því miður ekki einráðir þar um. En eitt virðist mér auðsætt. Við þurfum að bæta nýjum og sterkum þætti í upp- eldið, sem mjög hefur verið vanrækt- ur á síðari árum, uppeldi til sparnað- ar. Við þurfum að kenna börnunum að fara með fjármuni, virða fjármuni. Það er þjóðfélagsleg nauðsyn. H. J. M.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.