Heimili og skóli - 01.10.1951, Side 11
HEIMILI OG SKÓLI
87
ábyrgð heimilanna og vekja athygli á
nauðsyn náinnar samvinnu heimila
og skóla.
Þessi samvinna á að vera um nám
barnsins, hún á að vera um hegðun
barnsins og háttvísi alla, bæði utan
skóla og innan, en þó fyrst og fremst
um takmarkið mikla, sem ég drap á
hér að framan: vaxandi menn og
batnandi.
Ég gat þess hér að framan, að tímar
vorir mótuðust af meiri og minni leit
að nýjum verðmætum, og þá einnig á
sviði uppeldis- og skólamála. Þessu
ber að fagna. En eigum við ekki einnig
að liefja leit að þeim verðmætum, sem
við höfum átt, en týnt? Eigum við ekki
að reyna að vinna aftur þau uppeldis-
legu verðmæti, sem gamli tíminn bjó
yfir og við höfum nú, fyrir rás við-
burðanna hafnað? Ég svara þessu hik-
laust játandi. Við höfum á undanförn-
um áratugum glatað mörgu, sem við
máttum ekki missa.
Þær stundir, sem mér eru einna
ógleymanlegastar frá bernsku minni,
eru kvöldvökurnar. Og ég efast um að
heimilislífið, já, uppeldismálin í heild
sinni, hafi nokkurn tíma beðið meira
tjón en þegar þær lögðust niður. —
Kvöldvökurnar voru heimur út af fyr-
ir sig, bjartur og glaður heimur. Allt
heimilisfólkið var þá ein heild, sam-
stillt heild, ungir og gamlir. Og þó að
stórhríðin hamaðist á þekjunni, var
hlýtt og bjart í hugum fólksins, og
friður og kyrrlát gleði ríkti í baðstof-
unni, hvort sem hún var stór eða lítil.
Kannske var svo lesin hugvekja á
eftir, eða sunginn einn passíusálmur á
föstunni, og þegar gengið var til náða,
sofnuðu allir með frið og ró í hjarta,
að minnsta kosti börnin. Ekkert líkt
þessu höfum við kaupstaðarbúarnir að
bjóða börnum okkar. Utvarpið, dyra-
bjallan og síminn glymja með stuttu
millibili mestallan daginn og stund-
um langt fram á kvöld. Já,' útvarpið,
þessi mikli menningarmiðill, getur
verið og er oft hinn mesti friðarspillir
í heimilunum, ef það er misnotað, og
ekki ber það sjaldan við, þegar börnin
koma illa undirbúin í skólann, að þau
kenna útvarpinu um.
En þótt við getum ekki tekið kvöld-
vökurnar upp aftur, og þótt við treyst-
um okkur ekki til að taka upp hug-
vekjulestur og sálmasöng, gætum við
samt ekki gert kvöldin dálítið heimil-
islegri en þau eru oft og tíðum, þótt
ekki væri nema eitt, tvö eða þrjú kvöld
í viku, þar sem allir söfnuðust saman,
allir væru heima, lifðu saman kyrrlát-
ar, glaðar stundir, gleymdu öllum
hávaðanum fyrir utan, bæði nær og
fjær, lifðu raunverulegu heimilislífi?
Jú, þetta ættum við að reyna, fyrst og
fremst vegna barnanna, svo að þau
læri að meta heimilislífið áður en
þau stofna heimili sjálf. í kyrrð og
friði heimilislífsins vaxa mörg lífgrös.
Hinn mikli uppeldisfræðingur og
skólafrömuður, Hinrik Pestalozzi,
hélt því fram, að heimilislífið væri
uppspretta alls þroska. „Hinn rétti
húsfaðir er Guð,“ segir hann, „hvort
sem það er í höll eða hreysi, því að án
hans finnur maður ekki blessun eða
frið í sál sína. Trúin á Guð er hið
sanna öryggi lífsins og grundvöllur
lífshamingjunnar."
Svona talaði ganrli tíminn.
Og þegar Pestalozzi setur fram kenn-
ingar sínar um uppeldi, gerir hann