Heimili og skóli - 01.12.1961, Qupperneq 9

Heimili og skóli - 01.12.1961, Qupperneq 9
HEIMILI OG SKÓLI 125 Auk rannsókna á einstökum börn- um, athugar deildin þau börn, sem sækja um vist á heimavistarskólanum á Jaðri og hefur byrjað leiðbeiningar- starf með starfsfólki þar. Nýr skóli fyrir debile-börn tók til starfa í haust í Reykjavík. Hér er um að ræða sérskóla fyrir börn með mjög skert, en þó nokkurt námshæfi, sem fá alls ekki notið sín í almennum barna- skólurn, ekki lreldur í „lökustu“ bekkj- um. Engin börn eru flutt í hinn nýja skóla, nema að undangenginni rann- sókn hjá sálfræðideild skóla, og þó því aðeins að foreldrar æski þess að breyt- ingin fari fram. Stofnun þessa sérskóla er tvímæla- laust mikið framfaraspor í skólamál- um og hefur þegar gefið góða raun, hvað snertir líðán barnanna sjálfra. Lesendur Heimilis og skóla munu ef til viJ 1 spyrja, hvenær foreldrar og kennarar úti um land fái notið sál- fræðiþjónustu. Hér skal engu um það spáð. Skynsamlegt virðist að gera fyrst tilraun með ferðaþjónustu, sem gæti komið að verulegu gagni. Slíka þjón- ustu mætti tengja beint við skrifstofu fræðslumálastjóra í Reykjavík eða þær deildir, sem teknar eru til starfa °g nefndar hafa verið hér að framan. En síðar kann að koma að því, að sál- fræðiskrifstofum fyrir skólana verði komið upp í stærri bæjum út um land, og sinni þær jafnframt þörfum nær- liggjandi byggðarlaga. Jónas Pálsson. Bækur og rit Reikningsbók fyrir 11 og 12 ára börn eftir Kristján Halldórsson. Eins og kunnugt er, búa íslenzkir barna- skólar við mjög úreltar kennslubækur í reikningi. Því hafa kennarar orðið að bjarga sér að miklu leyti sjálfir í þeim efnum. Þeir hafa fjölritað verkefni fyrir börnin og lagt í það mikla vinnu. Nú hefur kennari einn í Reykjavík gefið út tvö fjölrituð hefti af reikningsbók fyrir 11 og 12 ára börn, sem ætlazt er til að hægt sé að nota, þangað til Ríkisútgáfan gefur út reikningsbækur í samræmi við kröfur tímans. Segir Kristján, að bækur þessar séu unnar upp úr verkefnum, sem hann hefur tekið saman undanfarin ár og notað við kennslu í 11 og 12 ára bekkjum. Fyrra heftinu er skipt í 43 kafla af stígandi þyngd, og er þetta mikið dæmasafn, sem kemur sér vel fyrir kennara að nota. Fyrstu kaflarnir eru upprifjun á námsefni tíu ára barna, en 43 síðari kaflarnir eru miðaðir við námsskrá ellefu ára barna með smáprófum inn á milli. Síðara heftið skiptist í 69 kafla og þar að auki í nokkra undirkafla, og er allt þetta hefðti miðað við námsskrá tólf ára barna. Þessir kaflar skiptast svo bæði í orðadæmi og talnadæmi. Þarna eru auðvitað bæði nefndar tölur, almenn brot og tugabrot og lítið eitt af flatarmálsdæmum. Ekki verður sagt um ágæti þessara bóka með fullri vissu fyrr en þær hafa verið not- aðar, en svo sýnist í fljótu bragði, sem þær séu mikill fengur fyrir kennara, sem kenna reikning í þessum ársdeildum. Þótt hefti þessi séu fjölrituð, hefur það tekizt óvenjulega vel, og frágangur á þeim er hinn bezti.

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.