Heimili og skóli - 01.12.1961, Blaðsíða 11

Heimili og skóli - 01.12.1961, Blaðsíða 11
HEIMILI OG SKÓLI 127 Æ kunna ekki ah hlakka til Útvarpserindi. Uppeldi kynslóðanna er mikill og margþættur vefur. Þar ráðast örlög þeirra að verulegu leyti, og þar gerast kannski flestar harmsögur þjóðanna. Eg ætla ekki að þessu sinni að ræða um uppeldi almennt, en velja aðeins einn þátt þess, sem sjaldan ber á góma, en hann er þó tvímælalaust einn mik- ilvægasti þáttur hins almenna upp- eldis. Ég á hér við tilfinningauppeld- ið, sem að margra dómi hefur verið vanrækt. Nú er mörgum farið að verða ljóst, að þessi vanræksla getur orðið dýr- keypt. Maðurinn er sem sé ekki að- eins gæddur vitsmunum og vilja, held- ur einnig tilfinningum, sem oft eru voldugt afl í lífi manna og ráða miklu um örlög þeirra. Það er því ekkert hé- gómamál, hvernig tilfinningalífið þró- ast hjá börnum og unglingum, því að þar er grundvöllurinn lagður, sem getur haft úrslitaáhrif á allt líf ein- staklingsins. Þegar ég er að hugleiða þetta merki- lega mál, kemur í hug minn vísa eftir viturt skáld. Hvin er svona: Á lifandi dauða hvað einkenni er í einföldum hendingum sagt get ég þér: Að kólna ekki í frosti, né klökkna við yl, Að kunna ekki lengur að hlakka til. Manngerðin, sem lýst er í þessari spaklegu vísu, kemur okkur ekki ó- kunnuglega fyrir sjónir. Hún hefur verið til á öllum tímum og í öllum stéttum. Þetta eru menn með fátækt og óræktað tilfinningalíf. Þeir geta verið ákaflega ólíkir að öðru leyti, en þetta er þeim sameiginlegt: Að kólna ekki í frosti, né klökkna við yl, að kunna ekki lengur að hlakka til. Þessir menn búa kannski margir við góð ytri kjör. Þeir eru kannski valdamenn í sínu þjóðfélagi. En hvað gagnar það manninum, þótt hann eignist allan heiminn, ef hann býður dvaldi Jón hjá Lilju dóttur sinni og tengdasyni í Kristnesi. Saga Jóns Kristjánssonar er ekki stórbrotin né margþætt og þó er hún merkileg. Kennaraferill hans á vegum hins opinbera er að vísu ekki nema 30 ár, en þegar þess er gætt, að hann mun hafa farið að kenna skömmu eftir námsdvölina hjá séra Birni á Mikla- bæ, má gera ráð fyrir, að hann hafi kennt milli 40 og 50 ár. Það er langur starfsdagur við hin lélegustu skilyrði og lítil laun. Ég mun lengi minnast þessa gamla kennara míns sem ímynd þrautseigju og hetjuskapar. Blessuð veri minning hans. H. J. M.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.