Heimili og skóli - 01.12.1961, Side 13
heimili og skóli
129
séu hin ágætustu vopn í lífsbarátt-
unni, heldur þeim tilfinningum, sem
móta líf mitt og þitt í samfélagi við
aðra menn.
Sumum mönnum fylgir kuldi, öðr-
um hlýja. Þetta á ekkert skylt við vits-
muni þeirra eða þekkingu, en hvort
tveggja á rætur í tilfinningalífi þeirra.
Góðvildin er ekki alltaf ríkmannleg
hið ytra. Annars fer það oft saman, að
sannmenntaðir og hámenntaðir menn
búa oftast yfir ræktuðu tilfinningalífi,
hvort sem þeir eru langskólagengnir
eða ekki. Annars væru þeir ekki
menntaðir menn.
Tilfinningalífið ræður geysilega
miklu í lífi einstaklinganna og afstöðu
þeirra til annarra manna. Það getur
ráðið úrslitum í einkamálum manna,
en það getur einnig haft örlagarík á-
hrif á samskipti þjóðanna og sambúð
manna í heiminum yfirleitt. Það gríp-
ur alls staðar inn í, ýmist til góðs eða
ills. Skapofsi Hildigunnar dró á eftir
sér illan dilk. Það rann mikið blóð
undan tungu Marðar Valgarðssonar.
Tilfinningalífið er orka, stundum
óbeizluð og hættuleg, en oft beizluð,
þjálfuð og tamin, og er þá ætíð skap-
andi og frjóvgandi kraftur. Það er því
hafið yfir allan efa, að tilfinningaupp-
eldið er stórmerkilegur þáttur í hinu
almenna uppeldi, og má þar ekki
vanta. Þessi þáttur er kannski fyrst og
fremst bundin við sjálfan einstakling-
inn, þáttur í sjálfsuppeldi, sem hver
einstakur maður hlýtur að stunda alla
ævi, en heimili og skölar gera ekki
skyldu sína, nema þau sinni einnig
þessum þætti.
Annars hefur svo farið í allri okkar
menningarsókn hina síðustu áratugi,
að tilfinningalífið hefur verið van-
rækt. Menn trúa því, að öll vandamál
heimsins verði leyst með liinni al-
mennu þekkingu, án þess að hafa
hjartað með í ráðum, en hafði skáldið
ekki rétt fyrir sér, er það kvað: Sjálft
hugvitið, þekkingin, hjaðnar sem
blekking, sé hjartað ei með, sem und-
ir slær.
Við megum aldrei vanmeta þekk-
inguna á neinu sviði, hún er alltaf
brot af sjálfum sannleikanum, en stað-
reyndin er nú samt sú, að þegar að
hinum innri vandamálum okkar kem-
ur, verður lækningin að koma að inn-
an.
Nær t. d. hin almenna þekking, vís-
indin sjálf, ekki skammt, þegar upp
koma vandamál eins og missætti þjóða
og styrjaldir, afbrotahneigð og glæp-
ir, eitumautnaplágan, þynþáttavanda-
málin? Mun ekki þarna þurfa að
leita til ræktaðs tilfinningalífs og geð-
heilbrigði? Lækningin verður þarna
að koma að innan frá einstaklingun-
um sjáfum. Öll vandamál verða fyrst
og fremst að’ leysast innan frá.
Og hvað eigum við svo að segja um
allan tómleikannn — lífsleiðann, sem
samtíð okkar er haldin af? Verður
lækningin við því böli ekki einnig að
koma að innan með meira tilfinninga-
jafnvægi, meiri bjartsýni og meiri trú?
Þar er lækningin á geðkvillum samtíð-
arinnar. Þarna getur sálfræðin auð-
vitað komið til hjálpar.
Það er mikið áhyggjuefni, hversu
innri tómleiki virðist fara í vöxt, eink-
um hjá ungu fólki. Eða hvers vegna
flýr unga fólkið sjálft sig og leitar