Heimili og skóli - 01.12.1961, Blaðsíða 15

Heimili og skóli - 01.12.1961, Blaðsíða 15
HEIMILI OG SKÓLI 131 ingalíf þeirra. Þau hafa kallað fram djúpa samúð, jafnvel ást barnanna — hreina og óeigingjarna, sem seinna víkkar svo út og þroskast. Þannig hafa hinir mállausu vinir okkar orðið óbeint til að rækta tilfinningalíf barn- anna. Eiga nú kaupstaðarbörnin nokkuð, sem getur komið þarna í staðinn fyrir dýrin? Drengur í kaupstað getur verið stoltur af reiðhjólinu sínu eða skelli- nöðrunni og seinna af bílnum, þegar hann eignast hann. En hann getur aldrei borið í brjósti sömu tilfinning- ar til þessara dauðu hluta og sveita- drengurinn ber til hundsins síns, folaldsins og seinna hestsins. Þar er djúp á milli. — í viðhorfinu til dýr- anna fær tilfinningalíf barnanna heil- brigða útrás, sem skellinöðrur og bílar geta ekki veitt þeim? Hvað á kaup- staðabaminu annars að þykja vænt um? Auðvitað foreldra sína og systkini. Það þykir öllum börnum vænt um þá. En það er ein af harmsögum nútím- ans, að fjölskylduböndin eru alltaf að slakna og fjölskyldulífið er ekki eins áhrifamikill uppeldisaðili og áður. Auk þess, sem hið almenna heimili er nú lausara í böndum en áður, elst nú fjöldi bama upp á barnaheimilum, dagheimilum, leikskólum og öðrum slíkum stofnunum, vegna þess að báð- ir foreldrar vinna úti. Önnur börn lifa við losaralegt heimilislíf, þar sem annað hvort foreldrið og þá venjulega föðurinn vantar í fjölskylduna. Það eru litlar líkur til, að þarna sé hægt að leggja nokkra verulega rækt við til- finningauppeldið. En þrátt fyrir þetta eigum við samt mikinn fjölda ágætra heimila, sem eru stoð og stytta góðs þjóðaruppeldis. Þá erum við komin að skólunum. Þeir hafa um langt skeið lagt einhliða áherzlu á ræktun vitsmuna og þekk- ingarleit. Víst er það merkilegt hlut- verk, sem aldrei má vanrækja. En ég held, að skólarnir gætu látið þarna meira til sín taka við ræktun tilfinn- ingalífsins, ef fræðslan þrýsti ekki svona fast að þeim og prófsvipan ekki reidd svona hátt, sem raun ber vitni um. Mér eru í minni, eftir meira en 40 ár, kvöldræður séra Magnúsar Helga- sonar í Kennaraskólanum. Með þeim ræðum snerti hann marga viðkvæma strengi í brjóstum nemenda sinna. Þær voru ekki fyrst og fremst fræð- andi — þær voru um fram allt vekj- andi. Ég held að við búum að þessum ræðum enn í dag. Þar var leikið á marga strengi og alltaf þá göfugustu. Þær voru allar yljaðar upp af bjart- sýni og trú, engin hálfvelgja. Ekkert lágkúrulegt hlutleysi. Annað hvort með eða móti. Við eigum marga gáf- aða skólamenn, sem fengur væri ungu fólki að hlusta á. Og ég veit að margir skólastjórar hafa þann sið að ætla ein- hvern tíma á stundaskrá til erinda- flutnings, og þá venjulega um eitthvað annað en skólanámsgreinamar. Þetta er góðra gjalda vert. Hvers vegna skyldum við þegja um það, sem ungt fólk vill í raun og veru hlusta á, en unga fólkið vill vita eitt- Iivað um lífið, sem það á að fara að lifa. Það vill gjarnan vita um hætturn- ar, sem þar bíða. Það vill vita eitthvað um hamingjuleitina, ástina og guðs- trúna. Það þarf sennilega meira en

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.